Víkurbúar fylkja sér um breikkun þjóðvegarins Baldur Guðmundsson skrifar 19. janúar 2018 06:00 Þjóðvegurinn klýfur þorpið en þar aka milljón bílar á ári. Vísir/Vilhelm „Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
„Við viljum fara í að breikka þjóðveginn,“ segir Bryndís Harðardóttir, einn stofnenda þrýstihópsins Vinir vegfarandans. Hópurinn var stofnaður í gær á fundi í Vík í Mýrdal og hefur það að markmiði að þrýsta á aukið umferðaröryggi og bættar samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu. Bryndís segir að umferðin í gegn um þorpið fari upp í fjögur þúsund bíla á sólarhring, þegar mest lætur. Yfir þjóðveginn, sem klýfur þorpið, þurfa skólabörn og aðrir íbúar að fara nær daglega. „Það var mjög vel mætt. Umræðurnar voru málefnalegar og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bryndís en þau slys sem orðið hafa á svæðinu undanfarin misseri urðu kveikjan að stofnun hópsins. Á fjórða tug komu á fundinn. Bryndís segir að til standi að vinna að samgöngumálum í samvinnu við sveitarstjórn Mýrdalshrepps. Hún segir að árið 2012 hafi skipulagstillaga verið samþykkt á vettvangi sveitarstjórnar sem kveður á um nýja veglínu og göng í gegn um Reynisfjall. Það hafi verið gert vegna mikillar umferðar, en þá hafi um 200 þúsund bílar ekið um veginn árlega. Á fimm árum hafi sú tala fimmfaldast en milljón ökutæki fari nú um veginn. „Við viljum fara að sjá einhver viðbrögð,“ segir hún og bætir við: „Við erum ört vaxandi ferðamannabær eins og sýslan öll. Það kom fram á fundinum í gær að við eigum afkomu okkar undir því að hér sé öruggt og gott flæði umferðar,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira