Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 12:00 Tyrkneskir hermenn hafa komið sér fyrir á landamærunum. Vísir/AFP Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira