Mynd að komast á framboðsmál flokkanna í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 13:42 Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira