Andstaða sjálfstæðismanna í Reykjavík við borgarlínu er á skjön við stefnu flokksins í nágrannasveitarfélögum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 19:39 Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Andstaða við borgarlínuna innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á skjön við stefnu flokksins í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi almenningssamgöngur á svæðinu. Áherslur Sjálfstæðismanna í nágrannasvitarfélögum borgarinnar í samgöngumálum almennt eru þó aðrar en hjá meirihlutanum í Reykjavík. Borgarlínan er langtímaverkefni til næstu tuttugu ára sem miðar að því að koma upp hröðum og tíðum almenningssamgöngum frá útjöðrum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu inn að miðju þess. Sveitarfélögin hafa öll sameinast um verkefnið sem í heild sinni mun kosta tugi milljarða króna. Hugmyndafræðileg sátt hefur verið um borgarlínu hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, einnig innan Sjálfstæðisflokksins í þessum sveitarfélögum. En Eyþór Arnalds sem býður sig fram til forystu í Reykjavík hefur sett fram miklar efasemdir um borgarlínuna. Ríkisstjórnin er hins vegar með í stjórnarsáttmála sínum að styðja borgarlínuna. Eyþór Arnalds sem býður sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að fyrst og fremst sé hægt að bæta almenningssamgöngur með því að bæta gatnakerfið.Eyþór Arnalds segir að borgarlínan muni ekki koma til með að leysa umferðarvandann í Reykjavík.„Borgarlínan getur hentað fyrir Kópavog og Mosfellsbæ til að tengjast Reykjavík en hún leysir ekki umferðarvanda Reykvíkinga. Þannig að ef við tökum bara hluta af þessum 75 milljörðum sem eiga að fara í borgarlínuna og setjum þáí að leysa umferðarvandan hér í borginni, bæði fyrir fólksbílana og strætó, held ég að við séum að gera miklu betri hluti,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn í meirihlutasamstarfi í öðrum sveitarfélögum styðja hins vegar borgarlínuna og það gerir Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, einnig. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði segir borgarlínuna mikilvægt langtímaverkefni sem flokkarnir í bæjarstjórn séu einhuga um. En mikilvægt sé að greina fjárhagslegar forsendur verkefnisins. „Við þurfum frekara samtal við íbúana. Við eigum eftir að ákveða með þeim hvernig legan verður hér í Hafnarfirði. Ég legg áherslu á að þetta er langtímaverkefni sem við þurfum að fá íbúana með okkur í,“ segir Rósa.Rósa Guðbjartsdóttir segir mikilvægt að samgöngumálin séu skoðuð með heildstæðum hætti. Einnig þurfi að taka sem fyrst um viðræður við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málinu og brýnt sé að huga að öðrum samgöngubótum samhliða þessum hugmyndum. Til að mynda þurfi að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. „Því miður er enn ekki gert ráð fyrir fjármagni í það. En við erum að berjast fyrir því að það verði gert. Það er okkar helsta baráttumál. En þetta er ekki annað hvort eða. Þetta er ekki annað hvort samgöngubætur fyrir einkabílinn versus almennings samgöngur. Við þurfum að skoða þetta heildstætt og hvoru tveggja í fullkominni sátt og taka þannig ákvarðanir inn í framtíðina,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira