Innlent

Harðákveðinn í að hætta í vor

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ísólfur Gylfi Pálmason hættir brátt í stjórnmálunum.
Ísólfur Gylfi Pálmason hættir brátt í stjórnmálunum. vísir/vilhelm
„Ég er þakklátur fyrir hvatningu um áframhaldandi framboð en þessi ákvörðun mín er staðföst og óhagganleg,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason í tilkynningu þar sem hann boðar brotthvarf sitt úr stjórnmálum.

Ísólfur Gylfi, sem sat um árabil á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og er nú sveitarstjóri Rangárþings eystra, hefur verið í sveitarstjórnar- og landsmálapólitík frá árinu 1990. Hann segist ætla að láta staðar numið er kemur að sveitarstjórnarkosningum í vor. „Þetta hefur verið langur og viðburðaríkur tími,“ segir hann í yfirlýsingu. Ekki náðist tal af Ísólfi Gylfa til að inna hann eftir því hvað hann taki sér nú fyrir hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×