Viðskipti innlent

Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Gísli Gíslason var framkvæmdastjóri EVEN hf.
Gísli Gíslason var framkvæmdastjóri EVEN hf. vísir/Anton Brink
Skiptum er lokið á þrotabúi EVEN hf. án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem samtals námu rúmlega 104 milljónum króna. Tilkynning um skiptalokin birtist í Lögbirtingablaðinu.

EVEN sá um sölu rafbíla hér á landi en erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. Greint var frá málinu í DV.

„Þetta var tilraun sem náði ekki alla leið en olli því að fólk lítur jákvætt á rafbíla í dag,“ var haft eftir Gísla Gíslasyni, eiganda rafbílasölunnar, í samtali við DV.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×