Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 18:06 Hæstiréttur hefur nú tvívegis staðfest úrskurði héraðsdóms um að konan skuli sæta farbanni. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57
Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54