Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 18:06 Hæstiréttur hefur nú tvívegis staðfest úrskurði héraðsdóms um að konan skuli sæta farbanni. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57
Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54