Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Sveinn Arnarsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Hjúkrunarfræðingar á Sak þurfa að sætta sig við lægri laun en í borginni. vísir/auðunn Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“