Claes ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá ORF líftækni Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2018 13:41 Claes Nilsson Aðsend ORF líftækni hefur ráðið Claes Nilsson til starfa sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Claes er sænskur en hefur starfað í Bandaríkjunum undanfarinn áratug. Claes hefur viðamikla reynslu af uppbyggingu þekkingarfyrirtækja starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá tæknifyrirtækinu FriendSend. Samhliða störfum sínum hefur hann sinnt hlutverki viðskiptafulltrúa fyrir efnahagsþróunarstofu Bandaríkjanna. Claes er með gráðu í alþjóðaviðskiptum frá University of Maryland í Collage Park í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur ORF líftækni vaxið hratt, einkum og sér í lagi í gegnum BIOEFFECT vörulínu félagsins. Meginhlutverk Claes felst í að vinna að útvíkkun á starfsemi ORF líftækni með frekari hagnýtingu á próteinframleiðslukerfi og öðrum þekkingargrunni fyrirtækisins. Þá mun Claes jafnframt leiða ýmis verkefni sem miða að framþróun á innviðum fyrirtækisins. „Það er okkur mikið ánægjuefni að bæta Claes við ört vaxandi hóp starfsmanna innan ORF líftækni” segir Frosti Ólafsson, forstjóri félagsins, í tilkynningu. „Það er til marks um þau áhugaverðu verkefni sem við erum að fást við, að í starfið fáist erlendur aðili með svo viðamikla stjórnendareynslu innan alþjóðlegra þekkingarfyrirtækja. Til að standa undir örum vexti félagsins er stefnt að fjölgun tekjustoða og frekari eflingu á innviðum fyrirtækisins. Við höfum trú á því að Claes muni reynast okkur dýrmætur liðskraftur á þeirri vegferð.” ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir og selur sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörurnar, við læknisfræðilegar rannsóknir og í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru núna seldar í 28 löndum. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækjum þess starfa ríflega 50 starfsmenn. Ráðningar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
ORF líftækni hefur ráðið Claes Nilsson til starfa sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Claes er sænskur en hefur starfað í Bandaríkjunum undanfarinn áratug. Claes hefur viðamikla reynslu af uppbyggingu þekkingarfyrirtækja starfaði nú síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá tæknifyrirtækinu FriendSend. Samhliða störfum sínum hefur hann sinnt hlutverki viðskiptafulltrúa fyrir efnahagsþróunarstofu Bandaríkjanna. Claes er með gráðu í alþjóðaviðskiptum frá University of Maryland í Collage Park í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur ORF líftækni vaxið hratt, einkum og sér í lagi í gegnum BIOEFFECT vörulínu félagsins. Meginhlutverk Claes felst í að vinna að útvíkkun á starfsemi ORF líftækni með frekari hagnýtingu á próteinframleiðslukerfi og öðrum þekkingargrunni fyrirtækisins. Þá mun Claes jafnframt leiða ýmis verkefni sem miða að framþróun á innviðum fyrirtækisins. „Það er okkur mikið ánægjuefni að bæta Claes við ört vaxandi hóp starfsmanna innan ORF líftækni” segir Frosti Ólafsson, forstjóri félagsins, í tilkynningu. „Það er til marks um þau áhugaverðu verkefni sem við erum að fást við, að í starfið fáist erlendur aðili með svo viðamikla stjórnendareynslu innan alþjóðlegra þekkingarfyrirtækja. Til að standa undir örum vexti félagsins er stefnt að fjölgun tekjustoða og frekari eflingu á innviðum fyrirtækisins. Við höfum trú á því að Claes muni reynast okkur dýrmætur liðskraftur á þeirri vegferð.” ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir og selur sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörurnar, við læknisfræðilegar rannsóknir og í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru núna seldar í 28 löndum. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækjum þess starfa ríflega 50 starfsmenn.
Ráðningar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira