Eru ráðamenn, sem halda krónunni að landsmönnum, að brjóta stjórnarskrána? Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. janúar 2018 07:00 Frá stofnun lýðveldisins hafa ráðamenn beitt krónunni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós, að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fallið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Oft hafa skuldir lántakenda aukizt – líka vegna þeirra okurvaxta, sem ónýtri krónu fylgja– og þannig hafa mikil – stundum gífurleg – verðmæti færst milli manna. Verst var þetta í hruninu 2008, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst, og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskammaðir bankastjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar mér margt og ofbýður sumt, bæði það, sem gerðist þá, en ekki síður þá afstöðu þeirra ráðamanna, sem halda því fram, að krónan sé eini rétti og bezti gjaldmiðillinn fyrir landsmenn. Bjarni Benediktsson sagði í frétt á RÚV 30. marz sl., að krónan hefði komið okkur út úr hruninu, þó að allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku hljóti að sjá, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Allar þær smáþjóðir í Evrópu, sem voru í ESB og nutu styrks Evrunnar, komust frá bankakreppunni án verulegra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Íslendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður beinbrot. Nefna má Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Slóveníu og Kýpur, sem dæmi um smærri lönd, sem sluppu frá kreppunni „með skrekkinn“, og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evrunni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn, sem keikur mælti með krónunni á RÚV 30. marz, sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 19. ágúst 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt…“ Fórnarkostnaður; hverju var verið að fórna, fyrir hvern og á kostnað hvers!? – Ekki er minni allra langt. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, mætti skilja krónusinna, en svo er ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Alls gengu 12 evrópsk ríki t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sé aðild að ESB á þessu tímaskeiði, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem áttar sig á bráðri krónu hættunni, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Sýndi sú ríkisstjórn með þessu skynsemi, framsýni og ábyrgð gagnvart landsmönnum. Formlegar samningaumleitanir hófust 2011. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosningunum 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Var lítill bjarmi skilnings eða vizku yfir því. Þessir 2 menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkrum árum áður, og voru ekki einu sinni til í að láta reyna á samninga. Ég spyr mig nú; hvar var dómgreind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Íslendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verður stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í fylkingu með sínum nánustu, og, hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir, að gífurlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum löndum, á sama hátt og það liggur fyrir, að krónan er höfuðorsök þessara tilfærslna. Eru gjörðir þessara manna og annarra þeirra, sem halda krónunni með öllum ráðum að landsmönnum þá í samræmi við Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands? 72. gr. hljóðar svona: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Hafa ráðamenn brotið Stjórnarskrána í stórum stíl og jafnvel með saknæmum hætti? Hvað með drengskaparheiti þingmanna gagnvart Stjórnarskránni, og hvað með gr. 14 um ábyrgð ráðherra; „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“!? Dæmi nú hver fyrir sig. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá stofnun lýðveldisins hafa ráðamenn beitt krónunni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós, að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fallið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Oft hafa skuldir lántakenda aukizt – líka vegna þeirra okurvaxta, sem ónýtri krónu fylgja– og þannig hafa mikil – stundum gífurleg – verðmæti færst milli manna. Verst var þetta í hruninu 2008, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst, og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskammaðir bankastjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar mér margt og ofbýður sumt, bæði það, sem gerðist þá, en ekki síður þá afstöðu þeirra ráðamanna, sem halda því fram, að krónan sé eini rétti og bezti gjaldmiðillinn fyrir landsmenn. Bjarni Benediktsson sagði í frétt á RÚV 30. marz sl., að krónan hefði komið okkur út úr hruninu, þó að allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku hljóti að sjá, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Allar þær smáþjóðir í Evrópu, sem voru í ESB og nutu styrks Evrunnar, komust frá bankakreppunni án verulegra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Íslendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður beinbrot. Nefna má Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Slóveníu og Kýpur, sem dæmi um smærri lönd, sem sluppu frá kreppunni „með skrekkinn“, og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evrunni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn, sem keikur mælti með krónunni á RÚV 30. marz, sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 19. ágúst 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt…“ Fórnarkostnaður; hverju var verið að fórna, fyrir hvern og á kostnað hvers!? – Ekki er minni allra langt. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, mætti skilja krónusinna, en svo er ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Alls gengu 12 evrópsk ríki t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sé aðild að ESB á þessu tímaskeiði, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem áttar sig á bráðri krónu hættunni, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Sýndi sú ríkisstjórn með þessu skynsemi, framsýni og ábyrgð gagnvart landsmönnum. Formlegar samningaumleitanir hófust 2011. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosningunum 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Var lítill bjarmi skilnings eða vizku yfir því. Þessir 2 menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkrum árum áður, og voru ekki einu sinni til í að láta reyna á samninga. Ég spyr mig nú; hvar var dómgreind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Íslendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verður stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í fylkingu með sínum nánustu, og, hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir, að gífurlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum löndum, á sama hátt og það liggur fyrir, að krónan er höfuðorsök þessara tilfærslna. Eru gjörðir þessara manna og annarra þeirra, sem halda krónunni með öllum ráðum að landsmönnum þá í samræmi við Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands? 72. gr. hljóðar svona: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Hafa ráðamenn brotið Stjórnarskrána í stórum stíl og jafnvel með saknæmum hætti? Hvað með drengskaparheiti þingmanna gagnvart Stjórnarskránni, og hvað með gr. 14 um ábyrgð ráðherra; „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“!? Dæmi nú hver fyrir sig. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun