Nýtt skipurit innleitt hjá Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 18:12 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig. Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig.
Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51
Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent