Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 14:43 Ólafur Eiríkssön, lögmaður Glitnis HoldCo (t.h), við aðalmeðferðina í morgun. vísir/ernir Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11