Körfubolti

Jakob og félagar í Borås enduðu síðasta ár illa en byrja þetta ár vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Anton
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås unnu í kvöld þriggja stiga heimasigur á Jämtland Basket í baráttunni um þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Borås vann leikinn 84-81 en það var spenna í leiknum fram á lokamínútur hans enda tvö jöfn lið sem eru að berjast í efri hluta deildarinnar.

Borås endaði árið 2017 með því að tapa þremur síðustu leikjum sínum og það var því gott að byrja nýja árið með sigri.

Borås náði með þessum sigri að komast upp fyrir Jämtland Basket og í 3. sætið. Liðið komst líka upp að hlið Norrköping Dolphins í öðru sætinu sem á þó leik inni.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig og gaf 5 stoðsendingar í leiknum en hann var næststigahæstur og einn þeirra sem gaf flestar stoðsendingar.

Það var jafnt framlag hjá Borås í kvöld Jakob var einn af þremur leikmönnum liðsins sem skoruðu 14 stig.

Jakob hitti úr 4 af 8 skotum sínum í kvöld en hann skoraði tvo þrista í leiknum og nýtti öll fjögur vítaskotin sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×