Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. janúar 2018 20:50 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. Vísir/Ernir Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira