Geir segir erfitt að segja hvort Aron verði klár á EM: Stífleiki í baki og batinn er hægur Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. janúar 2018 18:15 Aron í leik gegn Úkraínu í undankeppni EM. Vísir/Anton Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, sagði óvíst hvort Aron Pálmarsson verði klár í slaginn þegar EM í handbolta hefst á föstudaginn þegar Vísir heyrði í honum. Geir greindi frá þessu í viðtali við Rúv fyrr í dag en Aron hvíldi í dag og var ekki með íslenska liðinu sem steinlá gegn Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir mót. „Í morgun ræddum við saman með sjúkraþjálfarateyminu og ákváðum að hann myndi sitja hjá í dag því hann fyrir stífleika og eymslum í baki, þetta tók sig fyrst upp eftir fyrri leikinn gegn Þýskalandi,“ sagði Geir og hélt áfram: „Eftir leikinn finnur hann fyrir stífleika í baki og það var tekin ákvörðun um að hvíla hann á æfingunni í gær og sjá hvernig staðan yrði. Það hefur miðast hægt áfram og tilfinningin var sú sama í morgun. Þessvegna er í raun erfitt að segja hvort hann verði klár á EM.“ Geir sagði að það væri ekki útilokað að hann yrði klár í leikinn gegn Svíum á föstudaginn „Hann verður í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu, þeir eru bjartsýnir með framhaldið gera en héldu að sama skapi að hann yrði betri í dag. Þetta er erfið staða og við viljum í raun ekki gefa neitt út ennþá.“ Geir hafði ekki sest niður með Aroni og rætt framhaldið en hann sagði það á dagskrá þegar þeir kæmu aftur upp á hótel. „Ég hef ekki rætt þetta persónulega við hann en við munum taka ákvörðun með sjúkraþjálfara á næstunni,“ sagði Geir og bætti við: „Við munum bæta við manni ef hann missir af fyrsta leik, það er hægt að skipta leikmönnum inn og út tvisvar í riðlakeppninni og það gæti vel verið að ég bæti við leikmanni. Það er önnur óvissa,“ sagði Geir sem tók undir að það væri að nægu að hugsa þegar hann færi á koddan í kvöld. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 30-21 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Guðjón Valur Sigurðsson bætti heimsmetið í fjölda landsliðsmarka í dag en fátt annað stendur upp úr eftir níu marka tap Íslands gegn Þýskalandi í síðasta leik strákanna okkar fyrir EM í Króatíu. 7. janúar 2018 14:45 Aron ekki með í síðasta leik fyrir Evrópumótið Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í síðasta leik þess fyrir Evrópumótið vegna meiðsla. 7. janúar 2018 11:23 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, sagði óvíst hvort Aron Pálmarsson verði klár í slaginn þegar EM í handbolta hefst á föstudaginn þegar Vísir heyrði í honum. Geir greindi frá þessu í viðtali við Rúv fyrr í dag en Aron hvíldi í dag og var ekki með íslenska liðinu sem steinlá gegn Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir mót. „Í morgun ræddum við saman með sjúkraþjálfarateyminu og ákváðum að hann myndi sitja hjá í dag því hann fyrir stífleika og eymslum í baki, þetta tók sig fyrst upp eftir fyrri leikinn gegn Þýskalandi,“ sagði Geir og hélt áfram: „Eftir leikinn finnur hann fyrir stífleika í baki og það var tekin ákvörðun um að hvíla hann á æfingunni í gær og sjá hvernig staðan yrði. Það hefur miðast hægt áfram og tilfinningin var sú sama í morgun. Þessvegna er í raun erfitt að segja hvort hann verði klár á EM.“ Geir sagði að það væri ekki útilokað að hann yrði klár í leikinn gegn Svíum á föstudaginn „Hann verður í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu, þeir eru bjartsýnir með framhaldið gera en héldu að sama skapi að hann yrði betri í dag. Þetta er erfið staða og við viljum í raun ekki gefa neitt út ennþá.“ Geir hafði ekki sest niður með Aroni og rætt framhaldið en hann sagði það á dagskrá þegar þeir kæmu aftur upp á hótel. „Ég hef ekki rætt þetta persónulega við hann en við munum taka ákvörðun með sjúkraþjálfara á næstunni,“ sagði Geir og bætti við: „Við munum bæta við manni ef hann missir af fyrsta leik, það er hægt að skipta leikmönnum inn og út tvisvar í riðlakeppninni og það gæti vel verið að ég bæti við leikmanni. Það er önnur óvissa,“ sagði Geir sem tók undir að það væri að nægu að hugsa þegar hann færi á koddan í kvöld.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 30-21 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Guðjón Valur Sigurðsson bætti heimsmetið í fjölda landsliðsmarka í dag en fátt annað stendur upp úr eftir níu marka tap Íslands gegn Þýskalandi í síðasta leik strákanna okkar fyrir EM í Króatíu. 7. janúar 2018 14:45 Aron ekki með í síðasta leik fyrir Evrópumótið Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í síðasta leik þess fyrir Evrópumótið vegna meiðsla. 7. janúar 2018 11:23 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 30-21 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Guðjón Valur Sigurðsson bætti heimsmetið í fjölda landsliðsmarka í dag en fátt annað stendur upp úr eftir níu marka tap Íslands gegn Þýskalandi í síðasta leik strákanna okkar fyrir EM í Króatíu. 7. janúar 2018 14:45
Aron ekki með í síðasta leik fyrir Evrópumótið Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í síðasta leik þess fyrir Evrópumótið vegna meiðsla. 7. janúar 2018 11:23