Björn vill fá Frosta sem leiðtoga Sjálfstæðismanna í borginni Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2018 10:59 Leiðtogakrísa Sjálfsstæðismanna í Reykjavík er orðin slík að Björn Bjarnason vill nú fá Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, í oddvitasætið. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, leggur það til málanna varðandi þetta sem margur vill meina að sé leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í borginni, að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, bjóði sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta kemur fram í pistli sem Björn birtir nýverið á heimasíðu sinni. Vissulega óvænt útspil en ástæðan fyrir hrifningu Björns á Frosta eru sjónarmið sem sá síðarnefndi hefur haft uppi varðandi borgarlínuna, sem er eitur í beinum Björns: „Óhjákvæmilega verður tekist á um ólík sjónarmið vegna borgarlínu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frosti reifar skoðun sem á mikið erindi inn í umræðurnar. Hann ætti að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík og láta reyna á stuðning þeirra sem þar kjósa við sjónarmið sitt.“ Björn vitnar í Pál Vilhjálmsson bloggara og kennara með þetta sem segir á sinni síðu: „Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrum þingmaður er maðurinn til að stöðva borgarlínuna. Hann þarf að verða borgarstjóri.“Leiðtogakrísa SjálfstæðisflokksinsBirni sem áður segir ekki áfram um borgarlínu og vitnar til Frosta með það: „Frosti minnir á að nú séu aðeins 4% ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar í strætó en til að reikningsdæmið sem talsmenn borgarlínu gefa sér þurfi þetta hlutfall að þrefaldast í 12%. Gerist þetta ekki blasir við milljarða tap á borgarlínunni ár hvert.“ Stöð 2 gerði á sínum tíma skilmerkilega grein fyrir sjónarmiðum Frosta í þessum efnum. En, víst er að allnokkur titringur er í röðum Sjálfstæðismanna varðandi komandi borgarstjórnarkosningar sem meðal annars lýsir sér í þessu; að Björn Bjarnason er farinn að lita til annarra flokka eftir kandídötum.Unni Brá brá þegar hún sá frétt Hringbrautar, segir hana lygi og uppspuna frá rótum.Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, hefur sett fram þá hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sem stefnu í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða 28. maí næstkomandi, að komist flokkurinn til áhrifa verði starf borgarstjóra auglýst til umsóknar. Hann er orðinn úrkula vonar um að leiðtogi sem rífur upp fylgi síns flokks finnist. Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það skjóta skökku við vegna þess að um sé að ræða pólitíska stöðu öfugt við það þegar um smærri sveitarfélög er að ræða.Dularfull frétt Hringbrautar og Unnur BráÞannig er komin upp leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í Reykjavík enn og aftur. Þeir sem vilja bjóða sig fram til þess að leiða lista eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Þetta þarf að liggja fyrir 10. þessa mánaðar, sem er eftir tvo daga. Fréttablaðið fjallaði nýverið um störukeppni í Valhöll.Dularfull frétt leit svo dagsins ljós á Hringbraut í gær, eftir Róbert Trausta Árnason fréttastjóra Hringbrautar, þar sem segir að af leynilegri skoðanakönnun sem á að hafa verið gerð á vegum Sjálfstæðisflokksins, sem sýnir skelfilega stöðu flokksins í borginni. Þar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einungis mældist með 16 prósent og 4 fulltrúa af 23. „Dagur B. og Samfylkingin njóta yfirburðastöðu. Eru með 28% og 7 menn, Viðreisn 15% og 4 fulltrúa, VG 12% og 3, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins með 8% hvor og 2 menn. Píratar eru með tæp 6% og 1 mann. Framsókn geldur afhroð samkvæmt þessari könnun, fær 2% og engan borgarfulltrúa. Önnur framboð fá samtals 4% og koma engum að.“ Vissulega athyglisverðar tölur en þeim verður að taka með fyrirvara. Þannig segir jafnframt að Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti alþingis sem orðuð hefur verið við oddvitastöðuna, hafi fengið skell í hinni leynilegu könnun. Sem svo leiddi til þess að hún gaf alfarið frá sér að taka slaginn. Unnur Brá hins vegar vísar þessari frétt Hringbrautar alfarið á bug sem lygi og stjarnfræðilegri vitleysu – hún hafi enga skoðanakönun séð af þessu tagi. Vísir skaut fyrirspurn á fréttastjóra Hringbrautar, Róbert Trausta Árnason vegna þessa, en þegar þetta er ritað hafa engin svör borist. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af leiðtogakreppu í borginni. 4. janúar 2018 14:42 Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6. janúar 2018 11:51 Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna er efins um að leiðtogaprófkjör muni skila flokknum sterkri forystu. 7. janúar 2018 20:00 Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, leggur það til málanna varðandi þetta sem margur vill meina að sé leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í borginni, að Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, bjóði sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta kemur fram í pistli sem Björn birtir nýverið á heimasíðu sinni. Vissulega óvænt útspil en ástæðan fyrir hrifningu Björns á Frosta eru sjónarmið sem sá síðarnefndi hefur haft uppi varðandi borgarlínuna, sem er eitur í beinum Björns: „Óhjákvæmilega verður tekist á um ólík sjónarmið vegna borgarlínu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frosti reifar skoðun sem á mikið erindi inn í umræðurnar. Hann ætti að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík og láta reyna á stuðning þeirra sem þar kjósa við sjónarmið sitt.“ Björn vitnar í Pál Vilhjálmsson bloggara og kennara með þetta sem segir á sinni síðu: „Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrum þingmaður er maðurinn til að stöðva borgarlínuna. Hann þarf að verða borgarstjóri.“Leiðtogakrísa SjálfstæðisflokksinsBirni sem áður segir ekki áfram um borgarlínu og vitnar til Frosta með það: „Frosti minnir á að nú séu aðeins 4% ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar í strætó en til að reikningsdæmið sem talsmenn borgarlínu gefa sér þurfi þetta hlutfall að þrefaldast í 12%. Gerist þetta ekki blasir við milljarða tap á borgarlínunni ár hvert.“ Stöð 2 gerði á sínum tíma skilmerkilega grein fyrir sjónarmiðum Frosta í þessum efnum. En, víst er að allnokkur titringur er í röðum Sjálfstæðismanna varðandi komandi borgarstjórnarkosningar sem meðal annars lýsir sér í þessu; að Björn Bjarnason er farinn að lita til annarra flokka eftir kandídötum.Unni Brá brá þegar hún sá frétt Hringbrautar, segir hana lygi og uppspuna frá rótum.Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, hefur sett fram þá hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sem stefnu í komandi sveitarstjórnarkosningum, sem verða 28. maí næstkomandi, að komist flokkurinn til áhrifa verði starf borgarstjóra auglýst til umsóknar. Hann er orðinn úrkula vonar um að leiðtogi sem rífur upp fylgi síns flokks finnist. Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær það skjóta skökku við vegna þess að um sé að ræða pólitíska stöðu öfugt við það þegar um smærri sveitarfélög er að ræða.Dularfull frétt Hringbrautar og Unnur BráÞannig er komin upp leiðtogakrísa Sjálfstæðismanna í Reykjavík enn og aftur. Þeir sem vilja bjóða sig fram til þess að leiða lista eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Þetta þarf að liggja fyrir 10. þessa mánaðar, sem er eftir tvo daga. Fréttablaðið fjallaði nýverið um störukeppni í Valhöll.Dularfull frétt leit svo dagsins ljós á Hringbraut í gær, eftir Róbert Trausta Árnason fréttastjóra Hringbrautar, þar sem segir að af leynilegri skoðanakönnun sem á að hafa verið gerð á vegum Sjálfstæðisflokksins, sem sýnir skelfilega stöðu flokksins í borginni. Þar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einungis mældist með 16 prósent og 4 fulltrúa af 23. „Dagur B. og Samfylkingin njóta yfirburðastöðu. Eru með 28% og 7 menn, Viðreisn 15% og 4 fulltrúa, VG 12% og 3, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins með 8% hvor og 2 menn. Píratar eru með tæp 6% og 1 mann. Framsókn geldur afhroð samkvæmt þessari könnun, fær 2% og engan borgarfulltrúa. Önnur framboð fá samtals 4% og koma engum að.“ Vissulega athyglisverðar tölur en þeim verður að taka með fyrirvara. Þannig segir jafnframt að Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti alþingis sem orðuð hefur verið við oddvitastöðuna, hafi fengið skell í hinni leynilegu könnun. Sem svo leiddi til þess að hún gaf alfarið frá sér að taka slaginn. Unnur Brá hins vegar vísar þessari frétt Hringbrautar alfarið á bug sem lygi og stjarnfræðilegri vitleysu – hún hafi enga skoðanakönun séð af þessu tagi. Vísir skaut fyrirspurn á fréttastjóra Hringbrautar, Róbert Trausta Árnason vegna þessa, en þegar þetta er ritað hafa engin svör borist.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af leiðtogakreppu í borginni. 4. janúar 2018 14:42 Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6. janúar 2018 11:51 Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna er efins um að leiðtogaprófkjör muni skila flokknum sterkri forystu. 7. janúar 2018 20:00 Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Sjá meira
Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af leiðtogakreppu í borginni. 4. janúar 2018 14:42
Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6. janúar 2018 11:51
Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna er efins um að leiðtogaprófkjör muni skila flokknum sterkri forystu. 7. janúar 2018 20:00
Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent