Viðskipti innlent

Ganga frá rammasamningi um kaup á miðlægum tölvubúnaði

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri og Magnús Geir Sigurgeirsson, teymisstjóri, frá Ríkiskaupum. Þorsteinn Gunnarsson, forstjóri og Sigurgísli Melberg, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, frá Opnum kerfum.
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri og Magnús Geir Sigurgeirsson, teymisstjóri, frá Ríkiskaupum. Þorsteinn Gunnarsson, forstjóri og Sigurgísli Melberg, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, frá Opnum kerfum. mynd/opin kerfi
Opin kerfi og Ríkiskaup hafa gengið frá rammasamningi um kaup á miðlægum tölvubúnaði. Um er að ræða samning þar sem Opin kerfi eru skilgreind sem forgangsbirgi Ríkiskaupa næstu þrjú árin í kaupum Ríkisstofnana á miðlægum tölvubúnaði. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Opnum kerfum.

Samningur var undirritaður í kjölfar útboðsferlis sem lauk nýverið og er markmiðið með honum að tryggja ríkisstofnunum hagkvæmari verð á tölvubúnaði. Allar stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins á hverjum tíma eru aðilar að rammasamningum ríkisins.

„Það er ánægjulegt fyrir okkur hjá Opnum kerfum að vera valin sem forgangsbirgi ríkisins þegar kemur að miðlægum búnaði, með þessu höfum við tryggt betri þjónustu og  hagstæðari verð til stofnana ríkisins næstu misserin,“ segir Sigurgísli Melberg, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Opinna kerfa.

„Samningurinn við Opin kerfi sem forgangsbirgja í kjölfar útboðsins er góð leið til að draga úr og halda í við kostnað í rekstri ríkisins og einfalda alla innkaupaferla,“ segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa.

Segir í tilkynningunni að tilboð Opinna kerfa hafi verið um 65 prósent af kostnaðaráætlun sem þýðir að áætlaður sparnaður ríkisins á ársgrundvelli geti numið tugum milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×