Nítján milljarða greiðsla ríkissjóðs inn á lífeyrisskuldbindingar Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. janúar 2018 16:15 Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Vísir/E.ól. Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar. Efnahagsmál Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti í dag samkomulag við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna, sem voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Framsalið er gert á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2017 sem Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi ársins 2017. Frá þessu er greint á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stöðugleikaframlög slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja, sem innt voru af hendi í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum, fólust í eignarhlutum í viðskiptabönkum, skuldabréfum, skráðum og óskráðum hlutabréfum, lánaeignum og ýmsum öðrum eignum. Var sérstöku félagi í eigu ríkisins, Lindarhvoli ehf., falin umsýsla og innlausn eignanna að frátöldum framlögum vegna viðskiptabanka. Verkefni félagsins hafa verið leyst á grundvelli sérstaks samnings sem það gerði við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Mestur hluti þeirra eigna sem Lindarhvoli ehf. var falið að koma í verð hefur þegar verið seldur og hefur andvirðið runnið í ríkissjóð. Þá er talið að hluti þeirra eigna sem eftir standa séu ekki vel fallnar til almennrar sölu með sama hætti og aðrar eignir í umsýslu félagsins sem seldar hafa verið á undanförnum misserum.Framselja eignirnar sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðsSegir í tilkynningu ráðuneytisins að af ofangreindum ástæðum sé skynsamlegt að LSR yfirtaki umræddar eignir, en sjóðurinn er ekki háður sérstökum tímatakmörkunum í eignaumsýslu sinni og býr yfir sérhæfðri þekkingu sem þarf til þess að hámarka virði eignanna. Eignirnar eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Með þeirri ráðstöfun náist að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð með lágmarks tilkostnaði. Þá kemur einnig fram að ríkissjóður beri áfram ábyrgð á skuldbindingum B-deildar sjóðsins og umrædd ráðstöfun hafi engin áhrif þar á. Standi eignirnar ekki undir því verðmati sem sett er á þær í dag leiðir það að öðru óbreyttu til hækkunar á skuldbindingum ríkissjóðs í framtíðinni, en skili eignirnar meiri verðmætum í framtíðinni hefur það jákvæð áhrif á skuldbindingarnar.
Efnahagsmál Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Sjá meira