Erfitt að manna þyrlur Landhelgisgæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 19:30 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent