Skrúðganga til heiðurs lélegasta liðs NFL-deildarinnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2018 12:00 Það hlæja allir að Cleveland Browns. vísir/getty Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“ NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“
NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira