„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2018 10:34 Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Potturinn hafnaði á lóð leikskólans Kórs. Leikskólinn Kór Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir. Veður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir.
Veður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira