Taka umdeilda peysu úr sölu eftir harða gagnrýni stjarnanna Daníel Freyr Birkisson skrifar 9. janúar 2018 13:45 Hér má sjá skjáskot af auglýsingunni umdeildu. skjáskot Sænski tískurisinn H&M hefur sætt harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingu sem sýnir þeldökkan ungan dreng í hettupeysu með áletruninni „svalasti apinn í frumskóginum“ (Coolest monkey in the jungle). Hefur fjöldi fólks, þar á meðal stjörnur úr íþrótta- og tónlistarheiminum, sakað fyrirtækið um rasisma. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Abel Tesfaye, betur þekktur sem The Weeknd. Gaf hann það út á Twitter-síðu sinni að hann væri hættur að sitja fyrir í auglýsingum fyrirtækisins vegna þessa.woke up this morning shocked and embarrassed by this photo. i'm deeply offended and will not be working with @hm anymore... pic.twitter.com/P3023iYzAb— The Weeknd (@theweeknd) January 8, 2018 Þá birti Romelu Lukaku, belgískur framherji knattspyrnufélagsins Manchester United, mynd á Instagram-síðu sinni þar sem áletruninni hefur verið breytt. Segir Lukaku að drengurinn í peysunni sé prins sem brátt verði konungur. You’re prince soon to be a king Don’t let anybody tell you different ... #blackexcellence A post shared by Romelu Lukaku (@rlukaku9) on Jan 8, 2018 at 5:24pm PSTKörfuboltastjarnan LeBron James birtir mynd í svipuðum dúr á Instagram-síðu sína þar sem hann hvetur drenginn til þess að bera höfuðið hátt og segir að hann sé „ungur konungur“. Þá segir James, sem lengi hefur verið ötull baráttumaður þeldökkra, að ekki sé hægt að bjóða upp á þá framkomu sem H&M sýnir með auglýsingunni. @hm u got us all wrong! And we ain't going for it! Straight up! Enough about y'all and more of what I see when I look at this photo. I see a Young King!! The ruler of the world, an untouchable Force that can never be denied! We as African Americans will always have to break barriers, prove people wrong and work even harder to prove we belong but guess what, that's what we love because the benefits at the end of the road are so beautiful!! #LiveLaughLove #LoveMyPeople A post shared by LeBron James (@kingjames) on Jan 8, 2018 at 3:58pm PSTForsvarsmenn H&M hafa í kjölfar harðra viðbragða beðist afsökunar og tekið peysuna og auglýsinguna úr umferð. Anna Margrét Gunnarsdóttir, markaðstengill H&M staðfesti það í samtali við RÚV og segir hún fyrirtækið harma auglýsinguna. H&M Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sænski tískurisinn H&M hefur sætt harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingu sem sýnir þeldökkan ungan dreng í hettupeysu með áletruninni „svalasti apinn í frumskóginum“ (Coolest monkey in the jungle). Hefur fjöldi fólks, þar á meðal stjörnur úr íþrótta- og tónlistarheiminum, sakað fyrirtækið um rasisma. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Abel Tesfaye, betur þekktur sem The Weeknd. Gaf hann það út á Twitter-síðu sinni að hann væri hættur að sitja fyrir í auglýsingum fyrirtækisins vegna þessa.woke up this morning shocked and embarrassed by this photo. i'm deeply offended and will not be working with @hm anymore... pic.twitter.com/P3023iYzAb— The Weeknd (@theweeknd) January 8, 2018 Þá birti Romelu Lukaku, belgískur framherji knattspyrnufélagsins Manchester United, mynd á Instagram-síðu sinni þar sem áletruninni hefur verið breytt. Segir Lukaku að drengurinn í peysunni sé prins sem brátt verði konungur. You’re prince soon to be a king Don’t let anybody tell you different ... #blackexcellence A post shared by Romelu Lukaku (@rlukaku9) on Jan 8, 2018 at 5:24pm PSTKörfuboltastjarnan LeBron James birtir mynd í svipuðum dúr á Instagram-síðu sína þar sem hann hvetur drenginn til þess að bera höfuðið hátt og segir að hann sé „ungur konungur“. Þá segir James, sem lengi hefur verið ötull baráttumaður þeldökkra, að ekki sé hægt að bjóða upp á þá framkomu sem H&M sýnir með auglýsingunni. @hm u got us all wrong! And we ain't going for it! Straight up! Enough about y'all and more of what I see when I look at this photo. I see a Young King!! The ruler of the world, an untouchable Force that can never be denied! We as African Americans will always have to break barriers, prove people wrong and work even harder to prove we belong but guess what, that's what we love because the benefits at the end of the road are so beautiful!! #LiveLaughLove #LoveMyPeople A post shared by LeBron James (@kingjames) on Jan 8, 2018 at 3:58pm PSTForsvarsmenn H&M hafa í kjölfar harðra viðbragða beðist afsökunar og tekið peysuna og auglýsinguna úr umferð. Anna Margrét Gunnarsdóttir, markaðstengill H&M staðfesti það í samtali við RÚV og segir hún fyrirtækið harma auglýsinguna.
H&M Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira