Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 14:07 Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. Vísir/Getty Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraliði myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraliði myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52
Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna