Brown hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í leiknum gegn New England Patriots. Síðan þá eru liðnar þrjár vikur.
Brown skellti sér meðal annars til Flórída á dögunum til þess að æfa með fyrrverandi útherjanum Chad Johnson sem einnig er þekktur undir nafninu Ochocinco. Frábær leikmaður á sínum tíma.
Þeir unnu saman í fótavinnunni og var ekki annað að sjá en að Brown væri búinn að ná sér góðum. Brown var einn besti leikmaður deildarinnar í vetur með 101 gripinn bolta og yfir 1.500 jarda.
Steelers þarf á honum að halda gegn bestu vörn deildarinnar um næstu helgi.