„Ég ræð ekkert við þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:30 Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent