Erlent

Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus

Samúel Karl Ólason skrifar
Stephen Bannon.
Stephen Bannon. Vísir/AFP
Stephen Bannon hefur ákveðið að yfirgefa miðilinn Breitbart, sem hann stofnaði og stýrði, eftir að helstu bandamenn hans slitu tengsl við hann. Það gerðu þeir í kjölfar þess að Donald Trump brást reiður við ummælum sem höfð voru eftir Bannon í bókinni Fire and Fury: Inside the Trump White House. Bannon sagði þá Trump yngri og Jared Kushner, tengdason forsetans, hafa framið landráð.

Þrátt fyrir að Bannon hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og sagði ekki rétt eftir sér haft vildi Donald Trump, forseti, ekki fyrirgefa honum.



Sjá einnig: Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð



Bannon yfirgaf Breitbart í ágúst 2016 til að ganga til liðs við framboð Donald Trump og stýra því um tíma. Þá var hann einn af helstu ráðgjöfum Trump í Hvíta húsinu. Þar til Trump rak hann síðasta haust.

Þá sneri Bannon aftur til Breitbart og beindi sér að stjórnmálunum. Washington Post segir Bannon hafa stýrt Breitbart til að þjóna stefnu sinni og herja á þá sem hann kallar innherja í Repúblikanaflokknum.



Bannon hefur lengi þótt mjög umdeildur og hefur hann verið sagður gyðingahatari, kynþáttahatari og kvenhatari. Þá hefur hann verið kallaður brúðumeistari Trumps.

Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið



Lesendur Breitbart virðast einnig hafa staðið með Donald Trump í deilum þeirra en svo virðist sem að stærsta ástæða þess að Bannon sé að yfirgefa Breitbart sé að milljónamæringurinn Rebekah Mercer sleit tengslum við hann á dögunum. Hún hefur stutt dyggilega við bakið á honum, Breitbart og frambjóðendum Bannon að undanförnu.


Tengdar fréttir

Trump gefur lítið fyrir bókina

Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring.

Tíu bombur úr nýrri bók um Trump

Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×