Innlent

Tveir enn á gjörgæslu eftir banaslys

Þórdís Valsdóttir skrifar
Slysið átti sér stað skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Slysið átti sér stað skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Vísir/Vilhelm
Helmingur þeirra sem fluttir voru með þyrlu á Landspítalann eftir rútuslys á miðvikudag dvelja enn á spítalanum. Tólf voru fluttir með þyrlu eftir slysið sem varð þegar rúta keyrði aftan á fólksbíl og valt. Ein kona lést í slysinu en 44 slösuðust.  

Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að stefnt sé að því að útskrifa tvo af þeim sex sem nú dvelja á Landspítalanum. Tveir liggja nú á gjörgæslu en fjórir á almennum legudeildum.

Slysið átti sér stað skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Þeir slösuðu voru kínverskir ferðamenn en bílstjóri rútunnar, sem er íslenskur, slasaðist einnig en var þó útskrifaður af Landspítalanum í gær. 


Tengdar fréttir

Þriðja banaslysið á sex árum í Eldhrauni

Slysið í fyrradag var þriðja banaslysið á örfáum árum í Eldhrauni. Álag á vegakerfið hefur stóraukist. Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að bæta veginn þar. Einnig þurfi að skýra betur reglur um bílbeltanotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×