Átökin stigmagnast í Íran Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:31 Íranskir nemendur við háskólann í Tehran leita skjóls eftir að lögregla beitti þá táragasi. Íbúar landsins hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum í sjaldæfum mótmælum síðustu þrjá daga. Vísir/afp Stjórnvöld í Íran hafa varað borgara sína við því að halda „ólöglegar“ samkomur opinberlega. Íranskir borgarar hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum undanfarna þrjá daga í mörgum borgum landsins. Mótmælin hafa færst í aukana í dag og til harðra átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin hófust á fimmtudaginn þar sem mótmælendur mótmæltu háu verðlagi og erfiðum efnahagslegum aðstæðum í landinu. Mótmælin eru þau fjölmennustu frá árinu 2009. Samkvæmt fréttum BBC hafa tveir mótmælendur orðið fyrir byssuskotum og mótmælendur hafa einnig borið eld að vélhjólum lögreglumanna og kveikt í veggspjöldum með myndum af leiðtogum landsins. Mótmælendur hafa ekki gefið viðvörunum stjórnvalda gaum. Bandaríkin hafa varað Íran við því að „heimurinn fylgist með“ viðbrögðum þeirra við mótmælunum.Sjá meira: „Heimurinn fylgist með“Stuðningsmenn stjórnvalda héldu fjöldafundi um allt land til stuðnings ríkisstjórninni og valdamönnum í landinu.Vísir/AFPNú í dag komu þúsundir stuðningsmanna íranskra stjórnvalda saman í árlegum samkomum um allt land. Samkomurnar eru skipulagðar af stjórnvöldum og hafa verið haldnar frá árinu 2009 vegna óaldarinnar sem skók Íran það ár. Íranska ríkisstjórnvarpið sendi út myndbönd af stuðningsmönnunum þar sem þeir bera áróðursborða með stuðningsyfirlýsingum við Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran. Fjöldafundir til stuðnings stjórnvöldum voru haldnir í yfir 1.200 borgum og bæjum í Íran um helgina. Ríkissjónvarpið sýndi engar upptökur af hinum „ólöglegu“ mótmælum sem standa yfir um allt land. Segir andstæðinga stjórnvalda standa að baki mótmælunum Eshaq Jahangiri varaforseti Íran hefur gefið í skyn að andstæðingar íranskra stjórnvalda hafi staðið að baki fyrstu mótmælunum. „Sum atvik í landinu undanfarna daga hafa verið undir því yfirskyni að þau snúist um efnahagslegt ástand, en það virðist sem eitthvað annað liggi að baki. Þeir halda að með því að gera þetta muni það skaða ríkisstjórnina, en þetta mun hafa áhrif á aðra,“ sagði Jahangiri í ríkissjónvarpi Íran. Rouhani forseti Íran var endurkjörinn í maí síðastliðnum og hefur ekki staðið við loforð sín um uppbyggingu efnahags landsins. Mið-Austurlönd Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hafa varað borgara sína við því að halda „ólöglegar“ samkomur opinberlega. Íranskir borgarar hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum undanfarna þrjá daga í mörgum borgum landsins. Mótmælin hafa færst í aukana í dag og til harðra átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin hófust á fimmtudaginn þar sem mótmælendur mótmæltu háu verðlagi og erfiðum efnahagslegum aðstæðum í landinu. Mótmælin eru þau fjölmennustu frá árinu 2009. Samkvæmt fréttum BBC hafa tveir mótmælendur orðið fyrir byssuskotum og mótmælendur hafa einnig borið eld að vélhjólum lögreglumanna og kveikt í veggspjöldum með myndum af leiðtogum landsins. Mótmælendur hafa ekki gefið viðvörunum stjórnvalda gaum. Bandaríkin hafa varað Íran við því að „heimurinn fylgist með“ viðbrögðum þeirra við mótmælunum.Sjá meira: „Heimurinn fylgist með“Stuðningsmenn stjórnvalda héldu fjöldafundi um allt land til stuðnings ríkisstjórninni og valdamönnum í landinu.Vísir/AFPNú í dag komu þúsundir stuðningsmanna íranskra stjórnvalda saman í árlegum samkomum um allt land. Samkomurnar eru skipulagðar af stjórnvöldum og hafa verið haldnar frá árinu 2009 vegna óaldarinnar sem skók Íran það ár. Íranska ríkisstjórnvarpið sendi út myndbönd af stuðningsmönnunum þar sem þeir bera áróðursborða með stuðningsyfirlýsingum við Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran. Fjöldafundir til stuðnings stjórnvöldum voru haldnir í yfir 1.200 borgum og bæjum í Íran um helgina. Ríkissjónvarpið sýndi engar upptökur af hinum „ólöglegu“ mótmælum sem standa yfir um allt land. Segir andstæðinga stjórnvalda standa að baki mótmælunum Eshaq Jahangiri varaforseti Íran hefur gefið í skyn að andstæðingar íranskra stjórnvalda hafi staðið að baki fyrstu mótmælunum. „Sum atvik í landinu undanfarna daga hafa verið undir því yfirskyni að þau snúist um efnahagslegt ástand, en það virðist sem eitthvað annað liggi að baki. Þeir halda að með því að gera þetta muni það skaða ríkisstjórnina, en þetta mun hafa áhrif á aðra,“ sagði Jahangiri í ríkissjónvarpi Íran. Rouhani forseti Íran var endurkjörinn í maí síðastliðnum og hefur ekki staðið við loforð sín um uppbyggingu efnahags landsins.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira