Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:57 Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það. Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það.
Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira