Stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. desember 2017 12:50 Á sjöunda þúsund sjálfboðaliða koma að flugeldasölu björgunarsveitanna. vísir/vilhelm Gamlársdagur er stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna og flugeldasala hefur farið nokkuð vel af stað í ár. Jón Svanberg, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að útköll björgunarsveitanna í ár, sem voru rúmlega þúsund, hafi verið óvenju krefjandi. Eins og vitað er sprengja Íslendingar gamla árið upp með miklum krafti. Flugeldasölur opnuðu víða í vikunni en gamlársdagur er að jafnaði langstærsti söludagurinn.Jón Svanberg, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að salan hafi farið nokkuð vel af stað í ár. „Það náttúrulega kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en á milli tólf og fjögur á gamlársdag hvernig salan verður því stór hluti sölunnar fer fram á þessum tíma. Ég á von á því að það verði mikið að gera hjá okkur á öllum sölustöðum í dag,“ segir Jón. Skiptir björgunarsveitirnar gríðlarega miklu máliJón segir að flugeldasalan sé ein helsta tekjuöflun björgunarsveitanna sem eru 93 um allt land. „Hjá sumum sveitunum er þetta stærsti partur veltunnar á hverju ári og skiptir sveitina gríðarlega miklu máli,“ segir Jón. Hann segir að árið hafi verið gríðarlega annasamt og að útköllin hafi verið rúmlega þúsund. „Við erum að sjá mun meira af meira krefjandi verkefnum. Til dæmis rútuslysið sem var um daginn. Þar vorum við með yfir 60 manns að vinna í marga klukkutíma. Og í byrjun ársins þá var gríðarlega stór og umfangsmikil leit,“ segir Jón. Mörg útköll sveitanna tengist umferð á landinu. „Vegakerfið okkar er kannski ekki alveg í stakk búið til að takast á við alla þessa umferð sem er þar og því miður sjáum við það í nokkrum af okkar verkefnum,“ segir Jón að lokum. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Gamlársdagur er stærsti dagur ársins í fjáröflun björgunarsveitanna og flugeldasala hefur farið nokkuð vel af stað í ár. Jón Svanberg, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að útköll björgunarsveitanna í ár, sem voru rúmlega þúsund, hafi verið óvenju krefjandi. Eins og vitað er sprengja Íslendingar gamla árið upp með miklum krafti. Flugeldasölur opnuðu víða í vikunni en gamlársdagur er að jafnaði langstærsti söludagurinn.Jón Svanberg, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að salan hafi farið nokkuð vel af stað í ár. „Það náttúrulega kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en á milli tólf og fjögur á gamlársdag hvernig salan verður því stór hluti sölunnar fer fram á þessum tíma. Ég á von á því að það verði mikið að gera hjá okkur á öllum sölustöðum í dag,“ segir Jón. Skiptir björgunarsveitirnar gríðlarega miklu máliJón segir að flugeldasalan sé ein helsta tekjuöflun björgunarsveitanna sem eru 93 um allt land. „Hjá sumum sveitunum er þetta stærsti partur veltunnar á hverju ári og skiptir sveitina gríðarlega miklu máli,“ segir Jón. Hann segir að árið hafi verið gríðarlega annasamt og að útköllin hafi verið rúmlega þúsund. „Við erum að sjá mun meira af meira krefjandi verkefnum. Til dæmis rútuslysið sem var um daginn. Þar vorum við með yfir 60 manns að vinna í marga klukkutíma. Og í byrjun ársins þá var gríðarlega stór og umfangsmikil leit,“ segir Jón. Mörg útköll sveitanna tengist umferð á landinu. „Vegakerfið okkar er kannski ekki alveg í stakk búið til að takast á við alla þessa umferð sem er þar og því miður sjáum við það í nokkrum af okkar verkefnum,“ segir Jón að lokum.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira