Endurskipulagning í síbreytilegu umhverfi Katrín Júlíusdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvítbók fyrir fjármálakerfið Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar