Neitar sök og hafnar bótakröfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2017 10:45 Khaled ásamt verjanda sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, á leið fyrir dóminn í morgun. Vísir/Eyþór Khaled Cairo, maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum neitar sök. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann hafnar einnig bótakröfu fjölskyldu Sanitu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Cairo, sagði fyrir dómi í morgun að Cairo hafi verið ósakhæfur á verknaðarstundu. Þá kom einnig fram í máli Vilhjálms að Cairo telji sig ekki hafa verið valdur að dauða Sanitu miðað við þá áverka sem hún hlaut í árás hans. Kvaddir verða tveir yfirmatsmenn til þess að meta sakhæfi hans. Þegar gengið hefur verið frá því er reiknað með því að mat þeirra liggi fyrir í síðasta lagi um mánaðarmótin janúar/febrúar. Má búast við því aðalmeðferð málsins hefjist fljótlega eftir það. Cairo er 39 ára gamall Jemeni og er hann ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september.Vísir/Vilhelm Í ákærunni á hendur Cairo kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna. Dómsmál Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Ákærður fyrir manndráp á Hagamel Héraðssaksóknari hefur ákært 38 ára gamlan karlmann frá Jemen fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. desember 2017 10:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Khaled Cairo, maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum neitar sök. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann hafnar einnig bótakröfu fjölskyldu Sanitu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Cairo, sagði fyrir dómi í morgun að Cairo hafi verið ósakhæfur á verknaðarstundu. Þá kom einnig fram í máli Vilhjálms að Cairo telji sig ekki hafa verið valdur að dauða Sanitu miðað við þá áverka sem hún hlaut í árás hans. Kvaddir verða tveir yfirmatsmenn til þess að meta sakhæfi hans. Þegar gengið hefur verið frá því er reiknað með því að mat þeirra liggi fyrir í síðasta lagi um mánaðarmótin janúar/febrúar. Má búast við því aðalmeðferð málsins hefjist fljótlega eftir það. Cairo er 39 ára gamall Jemeni og er hann ákærður fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er fimm ára fangelsi en þyngsta refsing ævilangt fangelsi. Hér á landi er algengast að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi fyrir manndráp.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september.Vísir/Vilhelm Í ákærunni á hendur Cairo kemur fram að maðurinn hafi veist með ofbeldi að Sanitu og slegið hana ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum sem og slökkvitæki sem vó tæp 10 kíló. Þá á hann að hafa hert kröftulega að hálsi hennar með þeim afleiðingum að Sanita lést vegna skerts blóðstreymis til heila. Fram hefur komið að maðurinn játaði í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sanita var 44 ára gömul og frá Lettlandi. Hún lét eftir sig þrjú börn og foreldra. Í ákæru eru gerðar kröfur um miskabætur, annars vegar af hálfu foreldra hennar og hins vegar af hálfu barna hennar. Hljóða miskabótakröfurnar upp á samtals 15 milljónir króna.
Dómsmál Lögreglumál Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Ákærður fyrir manndráp á Hagamel Héraðssaksóknari hefur ákært 38 ára gamlan karlmann frá Jemen fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. desember 2017 10:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00
Ákærður fyrir manndráp á Hagamel Héraðssaksóknari hefur ákært 38 ára gamlan karlmann frá Jemen fyrir manndrápið á Sanitu Brauna á heimili hennar á Hagamel í september síðastliðnum. 18. desember 2017 10:45