Isiah grét er Magic bað hann afsökunar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 23:00 Isiah grætur hér á öxl Magic sem sjálfur kemst við. Ótrúleg stund. Það voru sögulegar sættir á milli goðsagnanna Magic Johnson og Isiah Thomas í þætti á NBA TV í gær. Þeir félagar börðust hatrammlega í NBA-deildinni á sínum tíma og mættust í úrslitarimmu deildarinnar tvö ár í röð. Magic kunni ekki að meta leikstíl Isiah og félaga hans í Detroit Pistons enda voru þeir harðir í horn að taka. Þeir eiga sér langa sögu og var kalt á milli þeirra lengi. Isiah hefur ekkert viljað hafa með Magic og ekki síst eftir að Magic viðurkenndi að hafa beitt sér fyrir því að Isiah yrði ekki valinn í upprunalega Draumaliðið árið 1992. Nú eru þeir aftur á móti orðnir fullorðnir menn og það var NBA-deildin sem dró þá saman aftur í þætti sem eflaust hreyfði við mörgum. „Þú ert bróðir minn og ég bið þig um að fyrirgefa mér ef ég særði þig og að við höfum ekki átt samleið. Guð er svo góður að leiða okkur saman aftur,“ sagði auðmjúkur Magic og er Isiah heyrði þessi orð koma frá Magic þá brast stíflan og hann felld tár. Magic faðmaði hann og hélt áfram að tala fallega við sinn gamla óvin á meðan hann grét á öxl hans. Ótrúleg stund sem má sjá hér að neðan.“Let me apologize to you. If I hurt you. That we haven't been together.”#PlayersOnlyMonthly pic.twitter.com/nDpfDfZek8— NBA TV (@NBATV) December 20, 2017 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Það voru sögulegar sættir á milli goðsagnanna Magic Johnson og Isiah Thomas í þætti á NBA TV í gær. Þeir félagar börðust hatrammlega í NBA-deildinni á sínum tíma og mættust í úrslitarimmu deildarinnar tvö ár í röð. Magic kunni ekki að meta leikstíl Isiah og félaga hans í Detroit Pistons enda voru þeir harðir í horn að taka. Þeir eiga sér langa sögu og var kalt á milli þeirra lengi. Isiah hefur ekkert viljað hafa með Magic og ekki síst eftir að Magic viðurkenndi að hafa beitt sér fyrir því að Isiah yrði ekki valinn í upprunalega Draumaliðið árið 1992. Nú eru þeir aftur á móti orðnir fullorðnir menn og það var NBA-deildin sem dró þá saman aftur í þætti sem eflaust hreyfði við mörgum. „Þú ert bróðir minn og ég bið þig um að fyrirgefa mér ef ég særði þig og að við höfum ekki átt samleið. Guð er svo góður að leiða okkur saman aftur,“ sagði auðmjúkur Magic og er Isiah heyrði þessi orð koma frá Magic þá brast stíflan og hann felld tár. Magic faðmaði hann og hélt áfram að tala fallega við sinn gamla óvin á meðan hann grét á öxl hans. Ótrúleg stund sem má sjá hér að neðan.“Let me apologize to you. If I hurt you. That we haven't been together.”#PlayersOnlyMonthly pic.twitter.com/nDpfDfZek8— NBA TV (@NBATV) December 20, 2017
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira