Áður borist kvartanir vegna Hannesar: „Við tökum allar svona ábendingar alvarlega“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. desember 2017 14:15 Baldur Þórhallsson deildarforseti stjórnmálafræðideildar HÍ segir að mál Hannesar sé í ferli innan deildarinnar. Vísir/Samsett Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hafa nú formlega skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista tengdan kennslu Hannesar Hólmstein Gissurarsonar prófessors. Eins og fjallað var um á Vísi í gær ákváðu stjórnmálafræðinemarnir að leggja fram formlega kvörtun þar sem þeir krefjast þess að Hannes fái ekki að kenna skyldunámskeið við stjórnmálafræðideildina, námsefnið hans verði tekið úr umferð og Háskólinn áminni hann opinberlega.Sjá einnig: Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini „Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu nemanna.Bíða eftir afstöðu frá stjórnmálafræðideildÁ morgun verður deildarfundur hjá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og samkvæmt heimildum Vísis vonast nemendur eftir því að málið verði tekið formlega fyrir á fundinum. „Deildin hefur ekki að mér vitandi tekið afstöðu til þess hvort það eigi að taka þetta upp á deildarfundi, þau hafa ekkert sagt og engu lofað,“ segir Guðmundur Ragnar Frímann formaður Politica, félags stjórnmálafræðinema í samtali við Vísi. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er núna.“ Guðmundur Ragnar getur óskað eftir því að fá að mæta sjálfur á deildarfundinn en hefur ekki sóst eftir því þegar þetta er skrifað. Málið komið í ferliBaldur Þórhallsson, prófessor og deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að fyrr í vikunni hafi deildinni borist kvartanir tengdar námskeiðinu Stjórnmálaheimspeki. Það mál sé í vinnslu eins og er. „Við höfum fengið bæði formlegar kvartanir frá nemenda og einstaklingi utan úr bæ varðandi kennslu í þessu námskeiði. Við tökum allar svona ábendingar alvarlega og málið er í ferli. Fyrsta skrefið í því er að leita afstöðu kennara til málsins.“ Í dag fékk stjórnmálafræðideildin afhentan undirskriftalistann sem fjallað var um fyrst á Vísi í gær, en samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu tugir einstaklinga skrifað undir hann. Þar krefjast þeir þess að nemendur séu ekki skyldaðir til þess að sitja námskeið Hannesar, Stjórnmálaheimspeki, og að bókin hans Saga stjórnmálakenninga verði tafarlaust tekin úr umferð sem kennslugagn. „Ég var bara að fá hann í hendurnar fyrir fimm mínútum, ég rétt var að renna yfir hann,“ staðfestir Baldur. Þar sem listinn var að berast hefur stjórnmálafræðideildin ekki haft tíma til að bregðast við honum.Ekki á formlegri dagskráBaldur segir að ekki hafi verið ákveðið að taka fyrir ábendingar vegna námskeiðs og námsefnis Hannesar eða undirskriftalistann á deildarfundi stjórnmálafræðideildarinnar á morgun, en útilokar þó ekki að málið verði eitthvað rætt. „Varðandi deildarfundinn á morgunn þá er það bara einfaldlega þannig að dagskrá deildarfunda er ákveðin með nokkrum fyrirvara, þannig að þetta er ekki á formlegri dagskrá deildarfundar. Hins vegar er eins og á öllum svona fundum dagskrárliður „Önnur mál“ og öllum sem sitja fundinn heimilað að tala undir þeim lið. Hvort þetta mál kemur þar á dagskrá eða ekki, einfaldlega veit ég ekki.“ Í undirskriftalistanum er einnig farið fram á að nemendum verði ekki vísað úr skóla fyrir brot á höfundarlögum, svo lengi sem Hannes starfi þar, vegna þess að hann hafi sjálfur verið dæmdur fyrir ritstuld árið 2008. Svanur Kristjánsson fyrrum prófessor í stjórnmálafræði sagði í samtali við Vísi í gær að það væri fráleitt að maður dæmdur fyrir stórfelld brot á höfundarréttarlögum kenni við Háskóla Íslands. „Að krefjast þess að nemendur séu að taka skyldunámskeið hjá kennara sem hefur verið dæmdur fyrir brot á höfundarréttarlögum, er litið á sem andlegt ofbeldi.“Undirskriftalistar þegar Hannes var ráðinnBaldur staðfestir að kvartanirnar á þessari önn séu ekki þær einu sem hafa borist vegna kennslu Hannesar. „Ef ég man rétt þá hefur ein formleg kvörtun borist áður og hún var tekin mjög alvarlega og hún fór í tiltekið ferli og lauk með niðurstöðu sem ég veit ekki betur en að nemandinn hafi sætt sig við.“ Hann segir að kennarinn hafi gert ráðstafanir í námskeiðinu sem áttu að koma í veg fyrir að það sem þá var kvartað yfir myndi endurtaka sig. Baldur man ekki eftir öðru tilfelli á síðustu árum þar sem nemendur hafi skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista til þess að krefjast þess að ákveðinn kennari fái ekki að kenna skyldunámskeið í deildinni. „Hins vegar gekk mjög mikið á þegar Hannes Hólmsteinn var ráðinn hér inn og það eru að verða 30 ár síðan. Þá vissi ég að það voru einhverjir undirskriftalistar í gangi.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hafa nú formlega skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista tengdan kennslu Hannesar Hólmstein Gissurarsonar prófessors. Eins og fjallað var um á Vísi í gær ákváðu stjórnmálafræðinemarnir að leggja fram formlega kvörtun þar sem þeir krefjast þess að Hannes fái ekki að kenna skyldunámskeið við stjórnmálafræðideildina, námsefnið hans verði tekið úr umferð og Háskólinn áminni hann opinberlega.Sjá einnig: Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini „Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu nemanna.Bíða eftir afstöðu frá stjórnmálafræðideildÁ morgun verður deildarfundur hjá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og samkvæmt heimildum Vísis vonast nemendur eftir því að málið verði tekið formlega fyrir á fundinum. „Deildin hefur ekki að mér vitandi tekið afstöðu til þess hvort það eigi að taka þetta upp á deildarfundi, þau hafa ekkert sagt og engu lofað,“ segir Guðmundur Ragnar Frímann formaður Politica, félags stjórnmálafræðinema í samtali við Vísi. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er núna.“ Guðmundur Ragnar getur óskað eftir því að fá að mæta sjálfur á deildarfundinn en hefur ekki sóst eftir því þegar þetta er skrifað. Málið komið í ferliBaldur Þórhallsson, prófessor og deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að fyrr í vikunni hafi deildinni borist kvartanir tengdar námskeiðinu Stjórnmálaheimspeki. Það mál sé í vinnslu eins og er. „Við höfum fengið bæði formlegar kvartanir frá nemenda og einstaklingi utan úr bæ varðandi kennslu í þessu námskeiði. Við tökum allar svona ábendingar alvarlega og málið er í ferli. Fyrsta skrefið í því er að leita afstöðu kennara til málsins.“ Í dag fékk stjórnmálafræðideildin afhentan undirskriftalistann sem fjallað var um fyrst á Vísi í gær, en samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu tugir einstaklinga skrifað undir hann. Þar krefjast þeir þess að nemendur séu ekki skyldaðir til þess að sitja námskeið Hannesar, Stjórnmálaheimspeki, og að bókin hans Saga stjórnmálakenninga verði tafarlaust tekin úr umferð sem kennslugagn. „Ég var bara að fá hann í hendurnar fyrir fimm mínútum, ég rétt var að renna yfir hann,“ staðfestir Baldur. Þar sem listinn var að berast hefur stjórnmálafræðideildin ekki haft tíma til að bregðast við honum.Ekki á formlegri dagskráBaldur segir að ekki hafi verið ákveðið að taka fyrir ábendingar vegna námskeiðs og námsefnis Hannesar eða undirskriftalistann á deildarfundi stjórnmálafræðideildarinnar á morgun, en útilokar þó ekki að málið verði eitthvað rætt. „Varðandi deildarfundinn á morgunn þá er það bara einfaldlega þannig að dagskrá deildarfunda er ákveðin með nokkrum fyrirvara, þannig að þetta er ekki á formlegri dagskrá deildarfundar. Hins vegar er eins og á öllum svona fundum dagskrárliður „Önnur mál“ og öllum sem sitja fundinn heimilað að tala undir þeim lið. Hvort þetta mál kemur þar á dagskrá eða ekki, einfaldlega veit ég ekki.“ Í undirskriftalistanum er einnig farið fram á að nemendum verði ekki vísað úr skóla fyrir brot á höfundarlögum, svo lengi sem Hannes starfi þar, vegna þess að hann hafi sjálfur verið dæmdur fyrir ritstuld árið 2008. Svanur Kristjánsson fyrrum prófessor í stjórnmálafræði sagði í samtali við Vísi í gær að það væri fráleitt að maður dæmdur fyrir stórfelld brot á höfundarréttarlögum kenni við Háskóla Íslands. „Að krefjast þess að nemendur séu að taka skyldunámskeið hjá kennara sem hefur verið dæmdur fyrir brot á höfundarréttarlögum, er litið á sem andlegt ofbeldi.“Undirskriftalistar þegar Hannes var ráðinnBaldur staðfestir að kvartanirnar á þessari önn séu ekki þær einu sem hafa borist vegna kennslu Hannesar. „Ef ég man rétt þá hefur ein formleg kvörtun borist áður og hún var tekin mjög alvarlega og hún fór í tiltekið ferli og lauk með niðurstöðu sem ég veit ekki betur en að nemandinn hafi sætt sig við.“ Hann segir að kennarinn hafi gert ráðstafanir í námskeiðinu sem áttu að koma í veg fyrir að það sem þá var kvartað yfir myndi endurtaka sig. Baldur man ekki eftir öðru tilfelli á síðustu árum þar sem nemendur hafi skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista til þess að krefjast þess að ákveðinn kennari fái ekki að kenna skyldunámskeið í deildinni. „Hins vegar gekk mjög mikið á þegar Hannes Hólmsteinn var ráðinn hér inn og það eru að verða 30 ár síðan. Þá vissi ég að það voru einhverjir undirskriftalistar í gangi.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30