Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00