Gott að heyra hvernig þetta var áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2017 06:00 Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val Þegar 12 umferðir eru búnar af Olís-deild kvenna í handbolta situr Valur á toppnum með 22 stig, þremur stigum á undan Haukum og sex stigum á undan Íslandsmeisturum Fram. Valskonur eru enn taplausar í Olís-deildinni; hafa unnið 10 leiki og gert tvö jafntefli. Nokkuð óvæntur árangur í ljósi þess að Val var spáð 4. sæti og liðið olli miklum vonbrigðum í fyrra. Síðasta tímabil endaði ekki vel hjá Val. Hlíðarendaliðið tapaði átta af síðustu níu leikjum sínum, endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. Valskonur fengu 16 stig í Olís-deildinni í fyrra, sex stigum færra en liðið er með núna. „Við erum öll sátt. Þetta hefur komið okkur á óvart,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. Hún segir að árangurinn það sem af er tímabili sé framar vonum. „Ég myndi segja það, þannig séð. Ég veit ekki hvort það er hægt að skrifa það á að hin liðin séu ekki að standa sig eins vel og þau ætluðu og við kannski á pari.“Svipaður mannskapur Litlar breytingar urðu á liði Vals fyrir tímabilið. Kjarninn í liðinu er sá sami en tveir nýir markverðir, Chantal Pagel og Lina Rypdal, bættust í hópinn sem og Hildur Björnsdóttir og Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir sem komu frá Fylki. Þá tók Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, við sem þjálfari Vals af Alfreð Finnssyni sem var látinn taka pokann sinn áður en síðasta tímabil kláraðist. Ágústi til aðstoðar er Sigurlaug Rúnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals. „Við vildum vera í einu af efstu fjórum sætunum. Það er eitthvað sem maður ætlar sér. Tilgangurinn er að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kristín aðspurð um væntingar Vals fyrir tímabilið. „Við ætluðum að gera það í fyrra og fannst við vera með lið í það. Það var margt sem fór úrskeiðis. Það var ágætt að fara inn í mótið sem óskrifað blað og með frammistöðu síðasta tímabils á bakinu var pressan minni.“Andlegi hlutinn fór með þetta En hvað hefur breyst hjá Val frá því á síðasta tímabili? „Mjög margt og fullt af hlutum sem maður vill ekkert tjá sig um. Sjálfstraustið er meira, fólki líður betur og hver og einn hefur meiri trú á sér. Andlegi hlutinn fór með okkur í fyrra, það var ekki handboltageta,“ segir Kristín sem viðurkennir að andrúmsloftið í Val hafi verið mjög þungt á síðasta tímabili. „Þegar fór að ganga illa komu vonbrigðin og manni finnst maður geta gert meira. Svo var þjálfarinn látinn fara. Þetta var skrítinn vetur. En við vissum að við gætum betur og höfum sýnt fram á það með jöfnum og yfirveguðum leik.“ Kristínu finnst Valur ekki vera með neitt yfirburðalið í Olís-deildinni. Frammistaðan í vetur hafi hins vegar verið nokkuð jöfn og liðið sýnt styrk með því að vinna jafna leiki.Litlar sveiflur „Mér finnst við ekki skara fram úr þannig séð. Við höfum bara haldið jöfnum leik. Við höfum kannski átt tvo rosalega flotta leiki og 1-2 lélega en þar höfum við lent gegn lakari andstæðingi og verið heppnar. Það hafa ekki verið miklar sveiflur, heldur svipuð frammistaða frá leik til leiks,“ segir Kristín. Hún kveðst ánægð með störf þjálfarateymisins hjá Val, þeirra Ágústs og Sigurlaugar. „Ef leikmönnum og þjálfara mislíkar hvorum við aðra ganga hlutirnir yfirleitt ekki. Hann hefur mikla trú á okkur og ungu stelpunum. Hann gefur öllum séns og þá líður engum eins og hann sé út undan. Ungu stelpurnar hafa fengið séns sem aðrir þjálfarar eru hræddir við að gefa,“ sagði Kristín.Virka vel saman „Þau eru gott teymi. Það er stutt síðan Silla var í þessu. Hún veit hvað okkur finnst skemmtilegt og hvernig æfingar við viljum hafa. Hann er búinn að vera lengi í þessu og þau vega hvort annað vel upp. Ég held að það sé mikilvægt að þjálfari og aðstoðarþjálfari þori að gagnrýna og hrósa hvort öðru. Þá ganga hlutirnir betur.“ Kristín hefur verið lengi að og býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hún segir að yngri leikmenn megi ekki taka því að fá að æfa sína íþrótt við góðar aðstæður sem sjálfsögðum hlut.Stundum fýkur í mann „Stundum er gott að heyra hvernig þetta var í gamla daga. Það er ekkert sjálfgefið að fá búninga og töskur og allt saman. Stundum fýkur í mann þegar manni finnst allir taka þessu sem sjálfsögðum hlut. En ég get líka spólað til baka. Ég man þegar ég var 16-17 ára og manni fannst að það ætti að gera allt fyrir mann. Ég held að það sé rosa fínt fyrir þær að láta minna sig á að maður þarf að bera virðingu fyrir klúbbnum, þeim sem standa fyrir utan þetta, sjálfboðaliðum sem gera okkur kleift að stunda okkar íþrótt,“ sagði Kristín sem vonast til að geta orðið yngri leikmönnum að liði. „Við eldri erum líka fljótari að greina ef einhverjum líður illa og sjálfstraustið er lítið og getum sett okkur í þau spor. Við munum þegar við vorum að æfa, vorum í prófum og þetta var ægilega erfitt. En í dag erum við með fjölskyldur og börn og það er stundum erfitt að mæta en við teljum það vera forréttindi.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Þegar 12 umferðir eru búnar af Olís-deild kvenna í handbolta situr Valur á toppnum með 22 stig, þremur stigum á undan Haukum og sex stigum á undan Íslandsmeisturum Fram. Valskonur eru enn taplausar í Olís-deildinni; hafa unnið 10 leiki og gert tvö jafntefli. Nokkuð óvæntur árangur í ljósi þess að Val var spáð 4. sæti og liðið olli miklum vonbrigðum í fyrra. Síðasta tímabil endaði ekki vel hjá Val. Hlíðarendaliðið tapaði átta af síðustu níu leikjum sínum, endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. Valskonur fengu 16 stig í Olís-deildinni í fyrra, sex stigum færra en liðið er með núna. „Við erum öll sátt. Þetta hefur komið okkur á óvart,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. Hún segir að árangurinn það sem af er tímabili sé framar vonum. „Ég myndi segja það, þannig séð. Ég veit ekki hvort það er hægt að skrifa það á að hin liðin séu ekki að standa sig eins vel og þau ætluðu og við kannski á pari.“Svipaður mannskapur Litlar breytingar urðu á liði Vals fyrir tímabilið. Kjarninn í liðinu er sá sami en tveir nýir markverðir, Chantal Pagel og Lina Rypdal, bættust í hópinn sem og Hildur Björnsdóttir og Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir sem komu frá Fylki. Þá tók Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, við sem þjálfari Vals af Alfreð Finnssyni sem var látinn taka pokann sinn áður en síðasta tímabil kláraðist. Ágústi til aðstoðar er Sigurlaug Rúnarsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals. „Við vildum vera í einu af efstu fjórum sætunum. Það er eitthvað sem maður ætlar sér. Tilgangurinn er að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Kristín aðspurð um væntingar Vals fyrir tímabilið. „Við ætluðum að gera það í fyrra og fannst við vera með lið í það. Það var margt sem fór úrskeiðis. Það var ágætt að fara inn í mótið sem óskrifað blað og með frammistöðu síðasta tímabils á bakinu var pressan minni.“Andlegi hlutinn fór með þetta En hvað hefur breyst hjá Val frá því á síðasta tímabili? „Mjög margt og fullt af hlutum sem maður vill ekkert tjá sig um. Sjálfstraustið er meira, fólki líður betur og hver og einn hefur meiri trú á sér. Andlegi hlutinn fór með okkur í fyrra, það var ekki handboltageta,“ segir Kristín sem viðurkennir að andrúmsloftið í Val hafi verið mjög þungt á síðasta tímabili. „Þegar fór að ganga illa komu vonbrigðin og manni finnst maður geta gert meira. Svo var þjálfarinn látinn fara. Þetta var skrítinn vetur. En við vissum að við gætum betur og höfum sýnt fram á það með jöfnum og yfirveguðum leik.“ Kristínu finnst Valur ekki vera með neitt yfirburðalið í Olís-deildinni. Frammistaðan í vetur hafi hins vegar verið nokkuð jöfn og liðið sýnt styrk með því að vinna jafna leiki.Litlar sveiflur „Mér finnst við ekki skara fram úr þannig séð. Við höfum bara haldið jöfnum leik. Við höfum kannski átt tvo rosalega flotta leiki og 1-2 lélega en þar höfum við lent gegn lakari andstæðingi og verið heppnar. Það hafa ekki verið miklar sveiflur, heldur svipuð frammistaða frá leik til leiks,“ segir Kristín. Hún kveðst ánægð með störf þjálfarateymisins hjá Val, þeirra Ágústs og Sigurlaugar. „Ef leikmönnum og þjálfara mislíkar hvorum við aðra ganga hlutirnir yfirleitt ekki. Hann hefur mikla trú á okkur og ungu stelpunum. Hann gefur öllum séns og þá líður engum eins og hann sé út undan. Ungu stelpurnar hafa fengið séns sem aðrir þjálfarar eru hræddir við að gefa,“ sagði Kristín.Virka vel saman „Þau eru gott teymi. Það er stutt síðan Silla var í þessu. Hún veit hvað okkur finnst skemmtilegt og hvernig æfingar við viljum hafa. Hann er búinn að vera lengi í þessu og þau vega hvort annað vel upp. Ég held að það sé mikilvægt að þjálfari og aðstoðarþjálfari þori að gagnrýna og hrósa hvort öðru. Þá ganga hlutirnir betur.“ Kristín hefur verið lengi að og býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hún segir að yngri leikmenn megi ekki taka því að fá að æfa sína íþrótt við góðar aðstæður sem sjálfsögðum hlut.Stundum fýkur í mann „Stundum er gott að heyra hvernig þetta var í gamla daga. Það er ekkert sjálfgefið að fá búninga og töskur og allt saman. Stundum fýkur í mann þegar manni finnst allir taka þessu sem sjálfsögðum hlut. En ég get líka spólað til baka. Ég man þegar ég var 16-17 ára og manni fannst að það ætti að gera allt fyrir mann. Ég held að það sé rosa fínt fyrir þær að láta minna sig á að maður þarf að bera virðingu fyrir klúbbnum, þeim sem standa fyrir utan þetta, sjálfboðaliðum sem gera okkur kleift að stunda okkar íþrótt,“ sagði Kristín sem vonast til að geta orðið yngri leikmönnum að liði. „Við eldri erum líka fljótari að greina ef einhverjum líður illa og sjálfstraustið er lítið og getum sett okkur í þau spor. Við munum þegar við vorum að æfa, vorum í prófum og þetta var ægilega erfitt. En í dag erum við með fjölskyldur og börn og það er stundum erfitt að mæta en við teljum það vera forréttindi.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira