Vantar þrjá milljarða í rekstur Landspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 17:58 Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira