„Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 09:00 Margir upplifa kvíða og vanlíðan í kringum jólin. Vísir/Getty Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“ Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“
Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“