Skilar ánægðara starfsfólki 2. mars 2005 00:01 Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki." Tilveran Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki."
Tilveran Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira