Gefa ekki upp afstöðu sína til Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2017 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu ekki stjórnarmyndun VG við Framsókn og Sjálfstæðisflokks. Þau vildu ekki gefa út afdráttarlaus svör hvort þau trestu Sigríði Andersen til áframhaldandi starfa sem Dómsmálaráðherra. vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03