Gengið á afgang fjárlaga næsta árs með viðbótarútgjöldum Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2017 19:30 Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira