Lárus Welding ætlar að áfrýja Stím-dómnum Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 17:33 Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í síðasta mánuði. vísir/anton brink Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ætlar að áfrýja fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut vegna Stím-málsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta segir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, í samtali við Vísi. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital í 18 mánaða fangelsi. Þorvaldur mætti við dómsuppkvaðningu í gær og sagðist ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þá mun Jóhannes einnig áfrýja sínum dómi til Hæstaréttar. Dómarnir sem féllu í gær eru þeir sömu og féllu fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan í héraði en aðalmeðferð máls hafði verið tekin upp aftur í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hefði verið vanhæfur. Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði fellur á ríkissjóð. Ingimundur Einarsson, einn þriggja dómara málsins, skilaði sératkvæði og vildi sakfella Lárus en sýkna þá Jóhannes og Þorvald. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding aftur dæmdur í fimm ára fangelsi Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. 21. desember 2017 14:00 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ætlar að áfrýja fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut vegna Stím-málsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta segir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, í samtali við Vísi. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var dæmdur í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital í 18 mánaða fangelsi. Þorvaldur mætti við dómsuppkvaðningu í gær og sagðist ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þá mun Jóhannes einnig áfrýja sínum dómi til Hæstaréttar. Dómarnir sem féllu í gær eru þeir sömu og féllu fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan í héraði en aðalmeðferð máls hafði verið tekin upp aftur í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hefði verið vanhæfur. Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði fellur á ríkissjóð. Ingimundur Einarsson, einn þriggja dómara málsins, skilaði sératkvæði og vildi sakfella Lárus en sýkna þá Jóhannes og Þorvald. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding aftur dæmdur í fimm ára fangelsi Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. 21. desember 2017 14:00 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding aftur dæmdur í fimm ára fangelsi Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. 21. desember 2017 14:00