Fyrrverandi landgönguliði grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í San Francisco Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 23:31 Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma. Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið fyrrverandi landgönguliða sem grunaður er um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í borginni San Francisco yfir jólin.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að landgönguliðinn fyrrverandi sé hinn 25 ára gamli Everitt Aaron Jameson. Er hann sagður hafa verið handtekinn eftir að hafa rætt fyrirætlanir sínar við fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar sem villti á sér heimildir. Er hann grunaður um að hafa ætlað að gera árás á Pier 39, verslunarmiðstöð sem reist var á bryggju og er afar vinsæl á meðal ferðamanna. Yfirvöld segja að skotvopn, erfðaskrá og bréf, þar sem hann lýsir yfir ábyrgð á árásinni, hafa fundist á heimili mannsins. Er hann sagður hafa minnst á ákvörðun Donald Trump forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael, í bréfinu.FBI segist hafa beint sjónum sínum að Jameson þegar hann lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin ISIS á samfélagsmiðlum í september síðastliðnum. Hafði hann meðal annars lýst yfir stuðningi vegna hryðjuverkaárásar í New York í október síðastliðnum þar sem vörubíl var ekið inn í hóp fólks. Þeir sem fóru með rannsókn málsins eru á því að Jameson hafi ætlað að notast við sprengiefni til að króa fólk inni svo hann gæti myrt sem flesta.BBC segir Jameson hafa farið í gegnum inngöngupróf fyrir landgöngulið bandaríska hersins en var leystur frá störfum fyrir að hafa ekki greint frá því að hann væri með astma.
Donald Trump Erlent Tengdar fréttir Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Utanríkisráðherra á ekki von á afleiðingum eftir atkvæðagreiðslu um Jersúsalem Bandaríkjastjórn hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn henni í Sameinuðu þjóðunum afleiðingum. Utanríkisráðherra á ekki von á að úr þeim verði. 22. desember 2017 21:41