Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2017 19:43 Á dögunum var gagnagrunnur yfir"skemmd epli“ Hollywood opnaður. Vísir/Getty Fólk sem starfar innan auglýsingabransans hefur tekið höndum saman og opnað gagnagrunn yfir „hin skemmdu epli“ Hollywood eða yfir þá menn sem starfa við þátta-og kvikmyndagerð sem hafa gerst sekir um ósæmilega hegðun. Þau Tal Wagman, Annie Johnston, Justice Erolin og Bekah Nutt frumsýndu gagnagrunninn á dögunum á vefsvæðinu https://therottenappl.es/ en síðan er ætluð til þess að auðvelda fólki að ná utan um þá flóðbylgju frásagna kvenna sem hefur riðið yfir heimsbyggðina frá því New York Times greindi fyrst frá kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Allt frá því að fréttir um Weinstein tóku að berast opnuðust flóðgáttir reynslusagna kvenna í kvikmyndaiðnaðinum um kynferðislega áreitni undir myllumerkinu #MeToo eða „ég líka“. Reynslusögurnar eru það margar að fólk þarf að hafa sig allt við til að vera með á nótunum. Gagnagrunnurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað inn í leitardálk heiti á sjónvarpsefni til þess að fá frekari upplýsingar um það hvort einhver tengdur framleiðslu viðkomandi efnis hafi verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ef Þáttaröðinni House of Cards er flett upp í gagnagrunninum koma upp upplýsingar um ásakanir á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, sem fer með hlutverk Francis Underwood. Margir hafa stigið fram með ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey.Skjáskot af vefsvæði gagnagrunnsins Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Fólk sem starfar innan auglýsingabransans hefur tekið höndum saman og opnað gagnagrunn yfir „hin skemmdu epli“ Hollywood eða yfir þá menn sem starfa við þátta-og kvikmyndagerð sem hafa gerst sekir um ósæmilega hegðun. Þau Tal Wagman, Annie Johnston, Justice Erolin og Bekah Nutt frumsýndu gagnagrunninn á dögunum á vefsvæðinu https://therottenappl.es/ en síðan er ætluð til þess að auðvelda fólki að ná utan um þá flóðbylgju frásagna kvenna sem hefur riðið yfir heimsbyggðina frá því New York Times greindi fyrst frá kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Allt frá því að fréttir um Weinstein tóku að berast opnuðust flóðgáttir reynslusagna kvenna í kvikmyndaiðnaðinum um kynferðislega áreitni undir myllumerkinu #MeToo eða „ég líka“. Reynslusögurnar eru það margar að fólk þarf að hafa sig allt við til að vera með á nótunum. Gagnagrunnurinn virkar þannig að hver sem er getur skrifað inn í leitardálk heiti á sjónvarpsefni til þess að fá frekari upplýsingar um það hvort einhver tengdur framleiðslu viðkomandi efnis hafi verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ef Þáttaröðinni House of Cards er flett upp í gagnagrunninum koma upp upplýsingar um ásakanir á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, sem fer með hlutverk Francis Underwood. Margir hafa stigið fram með ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey.Skjáskot af vefsvæði gagnagrunnsins
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira