Naggarnir stoppuðu sigurgöngu Warriors Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. desember 2017 09:30 Kevin Durant og félagar voru ekki í sínu besta formi í nótt vísir/getty Denver Nuggets stoppuðu sigurgöngu Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Golden State höfðu unnið síðustu 11 leiki sína í röð þegar Naggarnir komu í heimsókn og stálu sigrinum. Þetta var annar útisigur Nuggets í röð. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, sagði sína menn ekki hafa verið til staðar. „Stundum, eftir langa sigurgöngu, þá verður þú aðeins kærulaus. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eftir kvöldið er að ég sá enga gleði. Við skemmtum okkur ekki,“ sagði Kerr. Leikurinn fór 96-81 fyrir Denver, og er það lægsta stigaskor sem Golden State hefur verið með í leik á tímabilinu til þessa. Kevin Durant skoraði aðeins 18 stig og tók sex fráköst í leik þar sem þessi annars skotvissi maður var ekki á pari, hann hitti ekki eitt einasta þriggja stiga skot og var heildarnýting Warriors liðsins í þristum aðeins 38,6 prósent . Warriors mæta Cleveland Cavaliers á morgun, jóladag, en þessi lið hafa mæst í úrslitarimmu deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Cavaliers fá lengri hvíld en meistararnir, því þeir spiluðu ekki í nótt. Andstæðingar Cleveland frá því á föstudaginn, Chicago Bulls, mættu Bolton Celtics í nótt, en Boston menn hafa átt mjög gott tímabil. Bulls voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Celtic-menn sem fóru með 25 stiga sigur. Munurinn á liðunum var því Kyrie Irving, en hann skoraði 25 stig í leiknum og Jaylen Brown bætti 20 við. Boston hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en liðið hefur enn ekki tapað þremur í röð á tímabilinu, og þeir komu í veg fyrir að það gerðist í nótt. Trail Blazers fóru til Los Angeles og mættu Lakers, en liðið hafði ekki tapað fyrir Lakers í síðustu 13 viðureignum liðanna. Þar varð engin breyting á í nótt, niðurstaðan 95-92 fyrir Trail Blazers.Úrslit næturinnar: Raptors – 76ers 102-86 Hornets – Bucks 111-106 Pacers – Nets 123-119 Wizards – Magic 130-103 Hawks – Mavericks 112-107 Celtics – Bulls 117-92 Heat – Pelicans 94-109 Grizzlies – Clippers 115-112 Jazz – Thunder 89-103 Warriors – Nuggets 81-96 Suns – Timberwolves 106-115 Lakers – Trail Blazers 92-95 Kings – Spurs 99-108 NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Denver Nuggets stoppuðu sigurgöngu Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Golden State höfðu unnið síðustu 11 leiki sína í röð þegar Naggarnir komu í heimsókn og stálu sigrinum. Þetta var annar útisigur Nuggets í röð. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, sagði sína menn ekki hafa verið til staðar. „Stundum, eftir langa sigurgöngu, þá verður þú aðeins kærulaus. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eftir kvöldið er að ég sá enga gleði. Við skemmtum okkur ekki,“ sagði Kerr. Leikurinn fór 96-81 fyrir Denver, og er það lægsta stigaskor sem Golden State hefur verið með í leik á tímabilinu til þessa. Kevin Durant skoraði aðeins 18 stig og tók sex fráköst í leik þar sem þessi annars skotvissi maður var ekki á pari, hann hitti ekki eitt einasta þriggja stiga skot og var heildarnýting Warriors liðsins í þristum aðeins 38,6 prósent . Warriors mæta Cleveland Cavaliers á morgun, jóladag, en þessi lið hafa mæst í úrslitarimmu deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Cavaliers fá lengri hvíld en meistararnir, því þeir spiluðu ekki í nótt. Andstæðingar Cleveland frá því á föstudaginn, Chicago Bulls, mættu Bolton Celtics í nótt, en Boston menn hafa átt mjög gott tímabil. Bulls voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Celtic-menn sem fóru með 25 stiga sigur. Munurinn á liðunum var því Kyrie Irving, en hann skoraði 25 stig í leiknum og Jaylen Brown bætti 20 við. Boston hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en liðið hefur enn ekki tapað þremur í röð á tímabilinu, og þeir komu í veg fyrir að það gerðist í nótt. Trail Blazers fóru til Los Angeles og mættu Lakers, en liðið hafði ekki tapað fyrir Lakers í síðustu 13 viðureignum liðanna. Þar varð engin breyting á í nótt, niðurstaðan 95-92 fyrir Trail Blazers.Úrslit næturinnar: Raptors – 76ers 102-86 Hornets – Bucks 111-106 Pacers – Nets 123-119 Wizards – Magic 130-103 Hawks – Mavericks 112-107 Celtics – Bulls 117-92 Heat – Pelicans 94-109 Grizzlies – Clippers 115-112 Jazz – Thunder 89-103 Warriors – Nuggets 81-96 Suns – Timberwolves 106-115 Lakers – Trail Blazers 92-95 Kings – Spurs 99-108
NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira