Naggarnir stoppuðu sigurgöngu Warriors Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. desember 2017 09:30 Kevin Durant og félagar voru ekki í sínu besta formi í nótt vísir/getty Denver Nuggets stoppuðu sigurgöngu Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Golden State höfðu unnið síðustu 11 leiki sína í röð þegar Naggarnir komu í heimsókn og stálu sigrinum. Þetta var annar útisigur Nuggets í röð. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, sagði sína menn ekki hafa verið til staðar. „Stundum, eftir langa sigurgöngu, þá verður þú aðeins kærulaus. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eftir kvöldið er að ég sá enga gleði. Við skemmtum okkur ekki,“ sagði Kerr. Leikurinn fór 96-81 fyrir Denver, og er það lægsta stigaskor sem Golden State hefur verið með í leik á tímabilinu til þessa. Kevin Durant skoraði aðeins 18 stig og tók sex fráköst í leik þar sem þessi annars skotvissi maður var ekki á pari, hann hitti ekki eitt einasta þriggja stiga skot og var heildarnýting Warriors liðsins í þristum aðeins 38,6 prósent . Warriors mæta Cleveland Cavaliers á morgun, jóladag, en þessi lið hafa mæst í úrslitarimmu deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Cavaliers fá lengri hvíld en meistararnir, því þeir spiluðu ekki í nótt. Andstæðingar Cleveland frá því á föstudaginn, Chicago Bulls, mættu Bolton Celtics í nótt, en Boston menn hafa átt mjög gott tímabil. Bulls voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Celtic-menn sem fóru með 25 stiga sigur. Munurinn á liðunum var því Kyrie Irving, en hann skoraði 25 stig í leiknum og Jaylen Brown bætti 20 við. Boston hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en liðið hefur enn ekki tapað þremur í röð á tímabilinu, og þeir komu í veg fyrir að það gerðist í nótt. Trail Blazers fóru til Los Angeles og mættu Lakers, en liðið hafði ekki tapað fyrir Lakers í síðustu 13 viðureignum liðanna. Þar varð engin breyting á í nótt, niðurstaðan 95-92 fyrir Trail Blazers.Úrslit næturinnar: Raptors – 76ers 102-86 Hornets – Bucks 111-106 Pacers – Nets 123-119 Wizards – Magic 130-103 Hawks – Mavericks 112-107 Celtics – Bulls 117-92 Heat – Pelicans 94-109 Grizzlies – Clippers 115-112 Jazz – Thunder 89-103 Warriors – Nuggets 81-96 Suns – Timberwolves 106-115 Lakers – Trail Blazers 92-95 Kings – Spurs 99-108 NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Denver Nuggets stoppuðu sigurgöngu Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Golden State höfðu unnið síðustu 11 leiki sína í röð þegar Naggarnir komu í heimsókn og stálu sigrinum. Þetta var annar útisigur Nuggets í röð. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, sagði sína menn ekki hafa verið til staðar. „Stundum, eftir langa sigurgöngu, þá verður þú aðeins kærulaus. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eftir kvöldið er að ég sá enga gleði. Við skemmtum okkur ekki,“ sagði Kerr. Leikurinn fór 96-81 fyrir Denver, og er það lægsta stigaskor sem Golden State hefur verið með í leik á tímabilinu til þessa. Kevin Durant skoraði aðeins 18 stig og tók sex fráköst í leik þar sem þessi annars skotvissi maður var ekki á pari, hann hitti ekki eitt einasta þriggja stiga skot og var heildarnýting Warriors liðsins í þristum aðeins 38,6 prósent . Warriors mæta Cleveland Cavaliers á morgun, jóladag, en þessi lið hafa mæst í úrslitarimmu deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Cavaliers fá lengri hvíld en meistararnir, því þeir spiluðu ekki í nótt. Andstæðingar Cleveland frá því á föstudaginn, Chicago Bulls, mættu Bolton Celtics í nótt, en Boston menn hafa átt mjög gott tímabil. Bulls voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Celtic-menn sem fóru með 25 stiga sigur. Munurinn á liðunum var því Kyrie Irving, en hann skoraði 25 stig í leiknum og Jaylen Brown bætti 20 við. Boston hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en liðið hefur enn ekki tapað þremur í röð á tímabilinu, og þeir komu í veg fyrir að það gerðist í nótt. Trail Blazers fóru til Los Angeles og mættu Lakers, en liðið hafði ekki tapað fyrir Lakers í síðustu 13 viðureignum liðanna. Þar varð engin breyting á í nótt, niðurstaðan 95-92 fyrir Trail Blazers.Úrslit næturinnar: Raptors – 76ers 102-86 Hornets – Bucks 111-106 Pacers – Nets 123-119 Wizards – Magic 130-103 Hawks – Mavericks 112-107 Celtics – Bulls 117-92 Heat – Pelicans 94-109 Grizzlies – Clippers 115-112 Jazz – Thunder 89-103 Warriors – Nuggets 81-96 Suns – Timberwolves 106-115 Lakers – Trail Blazers 92-95 Kings – Spurs 99-108
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira