Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2017 20:00 Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar. Skíðasvæði Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar.
Skíðasvæði Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira