Skemmta fólki með myrkum jólakortum Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Jónas Breki og Gúrý í gervi hryllingstrúðsins Pennywise ásamt börnunum, Ísabellu og Breka yngri, sem eins og foreldrarnir taka jólagrínið mjög hátíðlega. Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira