Kyrrsetja eignir háttsettra eldflaugasérfræðinga Norður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 23:30 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/afp Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað öll viðskipti með eignir tveggja háttsettra embættismanna Norður-Kóreu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að mennirnir, Kim Jong-sik og Ri Pyong-chol, hafi gegnt lykilhlutverki í þróun kjarnavopna Norður-Kóreu. Vísað er í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þar segir að bann verði lagt á öll viðskipti mannanna tveggja í Bandaríkjunum og allar eignir, sem þeir kynnu að eiga þar í landi, kyrrsettar. Með refsiaðgerðunum vilja bandarísk stjórnvöld uppfylla markmið sitt um „kjarnorkulausan Kóreuskaga,“ að því er haft er eftir Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í tilkynningunni sem send var út í dag. Þá er Kim Jong-sik sagður lykilmaður í eldflaugaþróun Norður Kóreu, einkum þeirri þróun er lýtur að eldsneyti flauganna, og Ri Pyong-chol er talinn gegna lykilhlutverki í þróun langdrægra eldflauga.Eldflaugasérfræðingur og fyrrverandi hershöfðingi Refsiaðgerðirnar eru enn fremur sagðar framhald af ályktun Bandaríkjamanna sem samþykkt var samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum Norður-Kóreu um allt að 90 prósent og þá var öllum Norður-Kóreumönnum sem vinna erlendis gert að snúa til síns heima innan 24 mánaða. Tilefni téðra refsiaðgerða eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni vera stríðsyfirlýsingu.Í úttekt Reuters-fréttaveitunnar, sem gerð var í maí síðastliðnum, segir enn fremur að annar embættismannanna, Ri Pyong-chol , sé fyrrverandi hershöfðingi og menntaður í Rússlandi. Kim Jong-sik er sagður gamalreyndur eldflaugasérfræðingur. Báðir hafa þeir ítrekað verið myndaðir við hlið Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar eldflaugum er skotið á loft.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22 Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03 Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38 Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað. 24. desember 2017 10:22
Rússar bjóðast til að miðla málum í deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Rússar segjast vilja koma á sáttum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ef bæði ríkin eru reiðubúin til þess. 26. desember 2017 20:03
Öryggisráðið samþykkti hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu Tillaga Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir var samþykkt samhljóða. 22. desember 2017 18:38
Norður-Kórea fordæmir glæpsamleg Bandaríkin Utanríkisráðuneyti einræðisríkisins sakaði Donald Trump forseta um að leitast eftir algjörri undirokun heimsbyggðarinnar með þjóðaröryggisstefnu sinni. 23. desember 2017 07:00