Innlent

Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi um klukkan 14:30 í dag.
Frá vettvangi um klukkan 14:30 í dag. Vísir/Vilhelm
Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun.

Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 

33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki.

Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis.


Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is
Þetta er það sem við vitum um slysið:

Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.


Tengdar fréttir

Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri

Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×