Með hækkandi sól Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 27. desember 2017 11:30 Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun